Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 15:15 Lars Lagerbäck horfir til Frakklands. Vísir/Anton Brink Mikið hefur verið rætt um ráðningarferlið; þegar Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari og hver átti hugmyndina að því. Lars Lägerbeck hefur nú leyst ráðgátuna í samtali við fréttastofu 365 og segir Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og yfirmaður menntunarmála hjá KSÍ, hafa fyrstan viðrað hugmyndina að því að Lars yrði landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]. En síðan heyrði ég ekki í neinum þar til að Geir [Þorsteinsson, formaður KSÍ] hringdi í mig eitthvað síðar,“ útskýrir Lars. Margir hafa stigið fram að undanförnu og sagst hafa átt hugmyndina að því að Lars tæki við landsliðinu. Blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson endurbirti á Facebook-síðu sinni viðtal sem hann tók við Lars fyrir Fréttablaðið, frá 8. september 2011. Þá sagði Lars meðal annars: „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, benti einnig á viðtal sem hann tók við Lars í janúar 2010 á vefnum Sammarinn.com. Þá hafði Lars hætt þjálfun sænska landsliðsins, en tók skömmu síðar við því nígeríska. Í viðtalinu var Lars spurður hvort það kæmi til greina að hann þjálfaði íslenska landsliðið, og svaraði Lars því á einfaldan hátt: „Ekki spurning!“ Þó mátti greina augljóst grín í skrifum þeirra Tuma og Henrys á Facebook, um málið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson steig svo fram, á sunnudagskvöldið þegar Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM og sagðist hafa átt hugmyndina að ráðningu Lars. Þá var Knattspyrnusamband Íslands í viðræðum við Roy Keane og þurfti Sigurður Ragnar að sannfæra stjórnina að Lars væri rétti maðurinn í starfði. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ skrifaði Sigurður Ragnar á Facebook-síðu sína. Geir Þorsteinsson var gestur í Akraborginni á X-inu í gær. Þar segist hann sjálfur hafa átt hugmyndina að því að fá Lars til landsliðsins. „Það kom mér á óvart að hann skildi hætta með Svíana og þá kom þessi hugmynd upp í kollinn að þarna gæti kannski verið möguleiki ef það væri innan þess fjárhagsramma sem við gætum teygt okkur í,“ sagði hann og bætti við: „Ég meina ég þekkti manninn og vissi eftir hverju var að sækja.“ Fyrir þá sem vilja glöggva sig frekar á málinu, er gott að benda á úttekt Nútímans á málinu.Einnig má benda á tíst Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur. Á Twitter birti hann tölvupóst sem hann sendi á Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, haustið 2011:Allir vildi Lilju kveðið hafa. það var ekkert að þakka :) #fotboltinetpic.twitter.com/EHGKbVZFGs — Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) September 8, 2015Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræddi fyrstur við Lars.Mynd/ÍBVLars staðfestir í raun allt sem Sigurður Ragnar hafði að segja um málið. „Ég man ekki nákvæmlega hvað við Siggi ræddum um. Mig minnir að hann hafi spurt hvort ég hefði áhuga á þessu verkefni og hvort ég væri tilbúinn í það. Eitthvað í þá veru. Mig minnir að við höfum ekki farið í nein nákvæm smáatriði. Síðan leið einhver tími þar til að Geir hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Lars, sem staðfestir að hann hafi átt í viðræðum við nokkur önnur knattspyrnusambönd, segist ekki telja blaðaviðtölin við hann með í þessu ferli og hefur einfalda ástæðu fyrir því: „Nei, ég tel fjölmiðlana ekki með, því held að þeir geti ekki boðið manni þjálfarastarf,“ segir hann og brosir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ráðningarferlið; þegar Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari og hver átti hugmyndina að því. Lars Lägerbeck hefur nú leyst ráðgátuna í samtali við fréttastofu 365 og segir Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og yfirmaður menntunarmála hjá KSÍ, hafa fyrstan viðrað hugmyndina að því að Lars yrði landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]. En síðan heyrði ég ekki í neinum þar til að Geir [Þorsteinsson, formaður KSÍ] hringdi í mig eitthvað síðar,“ útskýrir Lars. Margir hafa stigið fram að undanförnu og sagst hafa átt hugmyndina að því að Lars tæki við landsliðinu. Blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson endurbirti á Facebook-síðu sinni viðtal sem hann tók við Lars fyrir Fréttablaðið, frá 8. september 2011. Þá sagði Lars meðal annars: „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, benti einnig á viðtal sem hann tók við Lars í janúar 2010 á vefnum Sammarinn.com. Þá hafði Lars hætt þjálfun sænska landsliðsins, en tók skömmu síðar við því nígeríska. Í viðtalinu var Lars spurður hvort það kæmi til greina að hann þjálfaði íslenska landsliðið, og svaraði Lars því á einfaldan hátt: „Ekki spurning!“ Þó mátti greina augljóst grín í skrifum þeirra Tuma og Henrys á Facebook, um málið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson steig svo fram, á sunnudagskvöldið þegar Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM og sagðist hafa átt hugmyndina að ráðningu Lars. Þá var Knattspyrnusamband Íslands í viðræðum við Roy Keane og þurfti Sigurður Ragnar að sannfæra stjórnina að Lars væri rétti maðurinn í starfði. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ skrifaði Sigurður Ragnar á Facebook-síðu sína. Geir Þorsteinsson var gestur í Akraborginni á X-inu í gær. Þar segist hann sjálfur hafa átt hugmyndina að því að fá Lars til landsliðsins. „Það kom mér á óvart að hann skildi hætta með Svíana og þá kom þessi hugmynd upp í kollinn að þarna gæti kannski verið möguleiki ef það væri innan þess fjárhagsramma sem við gætum teygt okkur í,“ sagði hann og bætti við: „Ég meina ég þekkti manninn og vissi eftir hverju var að sækja.“ Fyrir þá sem vilja glöggva sig frekar á málinu, er gott að benda á úttekt Nútímans á málinu.Einnig má benda á tíst Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur. Á Twitter birti hann tölvupóst sem hann sendi á Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, haustið 2011:Allir vildi Lilju kveðið hafa. það var ekkert að þakka :) #fotboltinetpic.twitter.com/EHGKbVZFGs — Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) September 8, 2015Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræddi fyrstur við Lars.Mynd/ÍBVLars staðfestir í raun allt sem Sigurður Ragnar hafði að segja um málið. „Ég man ekki nákvæmlega hvað við Siggi ræddum um. Mig minnir að hann hafi spurt hvort ég hefði áhuga á þessu verkefni og hvort ég væri tilbúinn í það. Eitthvað í þá veru. Mig minnir að við höfum ekki farið í nein nákvæm smáatriði. Síðan leið einhver tími þar til að Geir hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Lars, sem staðfestir að hann hafi átt í viðræðum við nokkur önnur knattspyrnusambönd, segist ekki telja blaðaviðtölin við hann með í þessu ferli og hefur einfalda ástæðu fyrir því: „Nei, ég tel fjölmiðlana ekki með, því held að þeir geti ekki boðið manni þjálfarastarf,“ segir hann og brosir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira