Kári: Stormur í svokölluðu vatnsglasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 14:00 Kári Garðarsson vísir/valli Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira