Lesbos er á barmi þess að springa Stefán Óli Jónsson skrifar 7. september 2015 23:41 Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar. Vísir/EPA Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09
Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19
Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42