Lars: Ég er ekki hetja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2015 22:52 Lars var að vonum sáttur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Strákarnir gerðu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í kvöld en stigið dugði til að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. „Þetta var erfiður leikur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Þjálfararnir ræddu lítið um leikinn sjálfan á löngum blaðmannafundi í kvöld en þeim mun meira um afrekið sjálft og þýðingu þess. „Mörg lið eiga erfitt með að taka síðasta skrefið en það tókst í kvöld og ég er sérstaklega ánægður með það. Þetta hefur verið algjörlega frábært allt saman en á morgun kemur nýr dagur. Ég veit í raun ekki hvað ég get sagt meira.“ Heimir Hallgrímsson talaði um stolt og þakklæti, rétt eins og Guðmundur Hreiðarsson markvarðaþjálfari. „Ég finn fyrir stolti af því að vera hluti af þessum hópi og vinna með Lars. Við erum heppnir að fá að vinna með þessum kalli.“ „Ég er líka stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið svo mörg afrek að það er ekki hægt að telja þau öll upp. En það sem stendur upp úr er stuðningurinn og frammistaða áhorfenda sem hefur farið vaxandi með hverjum leiknum.“ Lars Lagerbäck er í guðatölu hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og erlendum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um ummæli þess efnis að sjálfsagt gæti hann fengið stuðning þjóðarinnar til að gerast forseti Íslands, kjósi hann að bjóða sig fram í embættið. „Ég er ekki hetja,“ sagði Lagerbäck á fundinum í kvöld. Hann segist þó finna vel fyrir velvildinni í sinn garð. „Það hafa allir staðið sig svo vel. Ekki bara við þjálfararnir heldur líka félögin, yngri landsliðin og svo margir aðrir. Það hefur verið skrifað um hetjur en þetta er fyrst og fremst afrakstur mikillar vinnu.“ „Margir halda að þetta séu töfrar en þetta er niðurstaða mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á frábæra knattspyrnumenn. Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel, að ég tel.“Lars gaf leikmönnum rými til að fagna.Vísir/VilhelmHeimir: Fannst Lars stefna mjög hátt Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir tæpum fjórum árum síðan. Á hans fyrsta fundi sagði hann frá þeim markmiðum sínum að koma liðinu á HM í Brasilíu. Sjálfsagt áttu einhverjir leikmenn erfitt með að trúa því. Heimir Hallgrímsson, sem þá var aðstoðarþjálfari, viðurkenndi að hann hafi verið einn þeirra. „Ég hélt að hann væri pínu klikkaður,“ sagði Heimir og uppskar hlátur blaðamanna. „Hann sagðist vilja koma liðinu í 50. sæti á heimslista FIFA [Ísland er nú í 23. sæti] og mér fannst hann stefna mjög hátt.“ Lagerbäck sagði að skilaboð sín til leikmanna hafi ávallt verið einföld. „Ef við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við gerum það alltaf þá er mögulegt að komast á stórmót. Mér fannst að leikmenn taka þennan boðskap til sín.“ Heimir segir að það hafi verið vendipunktur að tapa fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014 í Brasilíu. „Við lærðum gríðarlega mikið á þeim leik. Eftir hann trúðum við að við gætum þetta.“Lars er afar hrifinn af Gylfa.Vísir/VilhelmGylfi Þór Sigurðsson hefur verið að öðrum leikmönnum ólöstuðum einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Framan af var Gylfi í hinum ýmsu stöðum á vellinum þar til að hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. „Við gerðum það sama með Fredrik Ljungberg [í sænska landsliðinu] á sama tíma. Hann vildi alltaf spila á miðjunni en við settum hann á kantinn. Það var röng ákvörðun.“ „Þegar við settum Gylfa loksins á miðjunna þá fór okkur að ganga betur. Allir okkar leikmenn eru góðir en Gylfi er sérstakur. Hann er góður fótboltamaður en vinnusemi hans og varnarvinna er frábær.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að finna öllum leikmönnum rétt hlutverk - ekki bara Gylfa. „Þegar maður er ekki með lið sem er samansett af gríðarlega sterkum einstaklingum þá er mikilvægt að búa til sterka liðsheild þar sem hver leikmaður getur fundið að hver einasti leikmaður hafi sitt fram að færa og geti gett sitt besta fyrir liðið. Það er það sem ég og Heimir höfum ávallt reynt að gera.“Landsliðsþjálfararnir tveir, Lars og Heimir, þakka hér stuðninginn í kvöld.Vísir/VilhelmLars: Viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært Hann segir að oft hafi æfingar þjálfaranna verið leiðinlegar. „Mikið um tæknilegar æfingar og endurtekningar. En viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært. Það er engin fýla í þeim og þeir standa sig ávallt eins og fagmenn á æfingum. Það skiptir líka máli.“ Þjálfararnir ræddu einnig um hltuverk Ara Freys Skúlasonar. Hann var að spila sem miðjumaður þegar hann var skyndilega settur í stöðu vinstri bakvarðar og honum ætlað að læra að spila þá stöðu fyrir íslenska landsliðið. „Við vorum neyddir til að taka þessa ákvörðun því við vorum ekki með örvfættan leikmann í þessari stöðu,“ sagði Lagerbäck. Heimir skaut því inn að það hafi verið Luka Kostic, fyrrum þjálfari U-21 liðs Íslands, sem stakk upp á því að prófa Ara í þeirri stöðu. „Þar fengum við fyrstu vísbendinguna og síðan þá hefur þetta gengið eftir.“ Lagerbäck lauk svo blaðamannafundinum með einföldum skilaboðum til blaðamanna: „Ekki gleyma, gott fólk. Á morgun kemur nýr dagur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Ísland er komið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Strákarnir gerðu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í kvöld en stigið dugði til að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. „Þetta var erfiður leikur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Þjálfararnir ræddu lítið um leikinn sjálfan á löngum blaðmannafundi í kvöld en þeim mun meira um afrekið sjálft og þýðingu þess. „Mörg lið eiga erfitt með að taka síðasta skrefið en það tókst í kvöld og ég er sérstaklega ánægður með það. Þetta hefur verið algjörlega frábært allt saman en á morgun kemur nýr dagur. Ég veit í raun ekki hvað ég get sagt meira.“ Heimir Hallgrímsson talaði um stolt og þakklæti, rétt eins og Guðmundur Hreiðarsson markvarðaþjálfari. „Ég finn fyrir stolti af því að vera hluti af þessum hópi og vinna með Lars. Við erum heppnir að fá að vinna með þessum kalli.“ „Ég er líka stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið svo mörg afrek að það er ekki hægt að telja þau öll upp. En það sem stendur upp úr er stuðningurinn og frammistaða áhorfenda sem hefur farið vaxandi með hverjum leiknum.“ Lars Lagerbäck er í guðatölu hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og erlendum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um ummæli þess efnis að sjálfsagt gæti hann fengið stuðning þjóðarinnar til að gerast forseti Íslands, kjósi hann að bjóða sig fram í embættið. „Ég er ekki hetja,“ sagði Lagerbäck á fundinum í kvöld. Hann segist þó finna vel fyrir velvildinni í sinn garð. „Það hafa allir staðið sig svo vel. Ekki bara við þjálfararnir heldur líka félögin, yngri landsliðin og svo margir aðrir. Það hefur verið skrifað um hetjur en þetta er fyrst og fremst afrakstur mikillar vinnu.“ „Margir halda að þetta séu töfrar en þetta er niðurstaða mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á frábæra knattspyrnumenn. Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel, að ég tel.“Lars gaf leikmönnum rými til að fagna.Vísir/VilhelmHeimir: Fannst Lars stefna mjög hátt Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir tæpum fjórum árum síðan. Á hans fyrsta fundi sagði hann frá þeim markmiðum sínum að koma liðinu á HM í Brasilíu. Sjálfsagt áttu einhverjir leikmenn erfitt með að trúa því. Heimir Hallgrímsson, sem þá var aðstoðarþjálfari, viðurkenndi að hann hafi verið einn þeirra. „Ég hélt að hann væri pínu klikkaður,“ sagði Heimir og uppskar hlátur blaðamanna. „Hann sagðist vilja koma liðinu í 50. sæti á heimslista FIFA [Ísland er nú í 23. sæti] og mér fannst hann stefna mjög hátt.“ Lagerbäck sagði að skilaboð sín til leikmanna hafi ávallt verið einföld. „Ef við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við gerum það alltaf þá er mögulegt að komast á stórmót. Mér fannst að leikmenn taka þennan boðskap til sín.“ Heimir segir að það hafi verið vendipunktur að tapa fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014 í Brasilíu. „Við lærðum gríðarlega mikið á þeim leik. Eftir hann trúðum við að við gætum þetta.“Lars er afar hrifinn af Gylfa.Vísir/VilhelmGylfi Þór Sigurðsson hefur verið að öðrum leikmönnum ólöstuðum einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Framan af var Gylfi í hinum ýmsu stöðum á vellinum þar til að hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. „Við gerðum það sama með Fredrik Ljungberg [í sænska landsliðinu] á sama tíma. Hann vildi alltaf spila á miðjunni en við settum hann á kantinn. Það var röng ákvörðun.“ „Þegar við settum Gylfa loksins á miðjunna þá fór okkur að ganga betur. Allir okkar leikmenn eru góðir en Gylfi er sérstakur. Hann er góður fótboltamaður en vinnusemi hans og varnarvinna er frábær.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að finna öllum leikmönnum rétt hlutverk - ekki bara Gylfa. „Þegar maður er ekki með lið sem er samansett af gríðarlega sterkum einstaklingum þá er mikilvægt að búa til sterka liðsheild þar sem hver leikmaður getur fundið að hver einasti leikmaður hafi sitt fram að færa og geti gett sitt besta fyrir liðið. Það er það sem ég og Heimir höfum ávallt reynt að gera.“Landsliðsþjálfararnir tveir, Lars og Heimir, þakka hér stuðninginn í kvöld.Vísir/VilhelmLars: Viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært Hann segir að oft hafi æfingar þjálfaranna verið leiðinlegar. „Mikið um tæknilegar æfingar og endurtekningar. En viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært. Það er engin fýla í þeim og þeir standa sig ávallt eins og fagmenn á æfingum. Það skiptir líka máli.“ Þjálfararnir ræddu einnig um hltuverk Ara Freys Skúlasonar. Hann var að spila sem miðjumaður þegar hann var skyndilega settur í stöðu vinstri bakvarðar og honum ætlað að læra að spila þá stöðu fyrir íslenska landsliðið. „Við vorum neyddir til að taka þessa ákvörðun því við vorum ekki með örvfættan leikmann í þessari stöðu,“ sagði Lagerbäck. Heimir skaut því inn að það hafi verið Luka Kostic, fyrrum þjálfari U-21 liðs Íslands, sem stakk upp á því að prófa Ara í þeirri stöðu. „Þar fengum við fyrstu vísbendinguna og síðan þá hefur þetta gengið eftir.“ Lagerbäck lauk svo blaðamannafundinum með einföldum skilaboðum til blaðamanna: „Ekki gleyma, gott fólk. Á morgun kemur nýr dagur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07
Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29
Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02