Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan Eva Laufey Kjaran skrifar 5. september 2015 14:06 Berið eggjakökuna fram með klettasalati og stráið gjarnan rifnum Parmesan osti yfir. Vísir Um helgar þegar við höfum meiri tíma þá er upplagt að skella í eina ljúffenga eggjaköku með blaðlauk, kartöflum og grilluðum paprikum. Fyrirhafnarlítill og einstaklega bragðgóður morgunverður. Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Olía + smá smör 1/2 blaðlaukur smátt skorinn 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 krukka grilluð paprika (smá af olíunni líka eins og 2 msk) 9 egg , léttþeytt 1 dós sýrður rjómi 100 g rifinn ostur Handfylli rifinn Parmesan ostur Salt og pipar Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. (Athugið að það þarf að nota pönnu sem má fara inn í ofn) Látið laukinn malla í olíunni/smjörinu í smá stund eða þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið þá kartöflum og steikið í 1 - 2 mínútur, því næst bætið þið grilluðu paprikunum út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar, steikið á pönnunni í 3 - 4 mínútur. Á meðan létt pískið þið 0 egg og kryddið til með salti og pipar. Bætið rifnum osti saman við eggin og hellið eggjablöndunni út á pönnuna. Steikið á lágum hita í 6 - 8 mínútur. Setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 15 - 20 mínútur eða þar til eggjakakan er stíf í gegn og gullinbrún. Berið eggjakökuna fram með klettasalati og stráið gjarnan rifnum Parmesan osti yfir. Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:50 á Stöð 2. Dögurður Eggjakaka Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Um helgar þegar við höfum meiri tíma þá er upplagt að skella í eina ljúffenga eggjaköku með blaðlauk, kartöflum og grilluðum paprikum. Fyrirhafnarlítill og einstaklega bragðgóður morgunverður. Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Olía + smá smör 1/2 blaðlaukur smátt skorinn 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 krukka grilluð paprika (smá af olíunni líka eins og 2 msk) 9 egg , léttþeytt 1 dós sýrður rjómi 100 g rifinn ostur Handfylli rifinn Parmesan ostur Salt og pipar Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. (Athugið að það þarf að nota pönnu sem má fara inn í ofn) Látið laukinn malla í olíunni/smjörinu í smá stund eða þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið þá kartöflum og steikið í 1 - 2 mínútur, því næst bætið þið grilluðu paprikunum út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar, steikið á pönnunni í 3 - 4 mínútur. Á meðan létt pískið þið 0 egg og kryddið til með salti og pipar. Bætið rifnum osti saman við eggin og hellið eggjablöndunni út á pönnuna. Steikið á lágum hita í 6 - 8 mínútur. Setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 15 - 20 mínútur eða þar til eggjakakan er stíf í gegn og gullinbrún. Berið eggjakökuna fram með klettasalati og stráið gjarnan rifnum Parmesan osti yfir. Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:50 á Stöð 2.
Dögurður Eggjakaka Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira