Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 06:00 Logi á flugi með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Stefán Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira