Rússar sagðir berjast í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 13:10 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. V'isir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira