Flótti fyrir frelsi Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. september 2015 11:30 Leiklist Nazanin LÓKAL/Reykjavík Dance Festival Skuggi – Listaháskóli Íslands Tjarnarbíó Flytjandi Nazanin Askari Leikstjórn Marta Nordal Myndvinnsla Helena Stefánsdóttir Nazanin er tuttugu- og sjö ára flóttakona frá Íran en hún kom til landsins fyrir sex árum á flótta undan einræðisstjórn heimalandsins. Á LÓKAL og Reykjavík Dance Festival sagði hún sögu sína í Skuggasal Listaháskóla Íslands en verkið fær framhaldslíf í Tjarnarbíó seinna í haust. Það má kannski segja að Nazanin hafi fengið eins konar framhaldslíf á Íslandi þar sem hennar beið fátt nema frelsishöft, tortíming og dauði í heimalandi sínu. Hundruð þúsunda hafa flúið Íran á síðustu áratugum, nánast óskiljanleg tala í hlutfalli við íbúafjölda Íslands, og straumþunginn magnast dag frá degi. Reynslusaga Nazanin talar þráðbeint til samtímans og hreinlega krefst áheyrnar. Nazanin barðist fyrir betri framtíð árið 2009 þegar hún studdi Mir Hossein Mousavi í forsetakjöri landsins sem tapaði að lokum fyrir Mahmoud Ahmadinejad. Miklar efasemdir lifa enn um réttmæti þessara kosninga en margir telja víst að stórfellt kosningasvindl hafi átt sér stað. Græna byltingin var bein afleiðing kosninganna en hún var brotin á bak aftur af stjórnvöldum í Íran. Aftur á móti eru hin raunverulegu völd í höndum Ali Kahmenei, trúarlegs hæstráðanda landsins, lands þar sem konur eiga sér ekki tilvistarrétt nema sem eign eiginmanna sinna. Málfrelsi þeirra er einnig gífurlega skert, til að mynda má nefna að konum hefur ekki verið leyft að syngja opinberlega í 35 ár. Af þessum sökum er saga Nazanin stórkostlega mikilvæg, sérlega á tímum eins og nú þegar neyð flóttafólks og hælisleitenda er sem stærst. Hún er ein af þeim heppnu, ein af þeim sem sluppu, ein af þeim sem höfðu efni á því að flýja, ein af þeim sem lifðu af. Frásögnin, sem Nazanin flytur listilega vel, flýtur á milli reynslu hennar í Íran og flótta hennar af landi brott. Hún borgaði smyglurum til að komast til Kanada en var skilin eftir á flugvellinum í Reykjanesbæ. Ferðalag hennar er óhugnanlegt, sérstaklega þar sem hún bókstaflega lagði líf sitt í hendur ókunnra glæpamanna. Grunnsviðsetningin er einföld. Nazanin stendur ein á sviðinu og talar í hljóðnema en eingangrun hennar er undirstrikuð með einfaldri sviðslýsingu, annaðhvort stendur hún í kastljósinu eða niðamyrkri. Í bakgrunninum er myndskeiði varpað á vegg þar sem myndbrot frá Íran eru sýnd í bland við abstrakt form og texta. Ritskoðun, bæði persónuleg og samfélagsleg, er innsti kjarni verksins. Nazanin segir að ritskoðunin byrji innra með okkur sjálfum og hegðun einstaklingsins stjórnist síðan af þeim siðareglum sem við og aðrir setjum okkur. Í einræðisríkjum verður þessi ritskoðun óbærileg og leiðir oftar en ekki til dauða þeirra sem reglurnar brjóta. Þrátt fyrir nokkrar fínar senur líkt og þegar rödd Nazanim bugast undan þunga trúarlegrar tónlistar þá er leikstjórn Mörtu Nordal stundum einum of fyrirferðarmikil. Það sama má segja um myndvinnslu Helenu Stefánsdóttur, á köflum hittir hún beint í mark en stundum er gengið of langt. Endir verksins er endasleppur og þjónar frásögninni ekki nægilega vel. Verkið er rammpólitískt heimildaleikhús og inniheldur áríðandi skilaboð sem nauðsynlegt er að leggja hlustir við á þessum síðustu og verstu tímum, þegar flóttafólk og hælisleitendur flýja heimaland sitt í hrönnum. Líf og reynsluheimur Nazanim eru lyginni líkust en blákaldur raunveruleikinn er stundum ótrúlegri og hræðilegri heldur en skáldskapur.Niðurstaða: Harmþrungin saga flóttakonu sem hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og nú. Leikhús Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist Nazanin LÓKAL/Reykjavík Dance Festival Skuggi – Listaháskóli Íslands Tjarnarbíó Flytjandi Nazanin Askari Leikstjórn Marta Nordal Myndvinnsla Helena Stefánsdóttir Nazanin er tuttugu- og sjö ára flóttakona frá Íran en hún kom til landsins fyrir sex árum á flótta undan einræðisstjórn heimalandsins. Á LÓKAL og Reykjavík Dance Festival sagði hún sögu sína í Skuggasal Listaháskóla Íslands en verkið fær framhaldslíf í Tjarnarbíó seinna í haust. Það má kannski segja að Nazanin hafi fengið eins konar framhaldslíf á Íslandi þar sem hennar beið fátt nema frelsishöft, tortíming og dauði í heimalandi sínu. Hundruð þúsunda hafa flúið Íran á síðustu áratugum, nánast óskiljanleg tala í hlutfalli við íbúafjölda Íslands, og straumþunginn magnast dag frá degi. Reynslusaga Nazanin talar þráðbeint til samtímans og hreinlega krefst áheyrnar. Nazanin barðist fyrir betri framtíð árið 2009 þegar hún studdi Mir Hossein Mousavi í forsetakjöri landsins sem tapaði að lokum fyrir Mahmoud Ahmadinejad. Miklar efasemdir lifa enn um réttmæti þessara kosninga en margir telja víst að stórfellt kosningasvindl hafi átt sér stað. Græna byltingin var bein afleiðing kosninganna en hún var brotin á bak aftur af stjórnvöldum í Íran. Aftur á móti eru hin raunverulegu völd í höndum Ali Kahmenei, trúarlegs hæstráðanda landsins, lands þar sem konur eiga sér ekki tilvistarrétt nema sem eign eiginmanna sinna. Málfrelsi þeirra er einnig gífurlega skert, til að mynda má nefna að konum hefur ekki verið leyft að syngja opinberlega í 35 ár. Af þessum sökum er saga Nazanin stórkostlega mikilvæg, sérlega á tímum eins og nú þegar neyð flóttafólks og hælisleitenda er sem stærst. Hún er ein af þeim heppnu, ein af þeim sem sluppu, ein af þeim sem höfðu efni á því að flýja, ein af þeim sem lifðu af. Frásögnin, sem Nazanin flytur listilega vel, flýtur á milli reynslu hennar í Íran og flótta hennar af landi brott. Hún borgaði smyglurum til að komast til Kanada en var skilin eftir á flugvellinum í Reykjanesbæ. Ferðalag hennar er óhugnanlegt, sérstaklega þar sem hún bókstaflega lagði líf sitt í hendur ókunnra glæpamanna. Grunnsviðsetningin er einföld. Nazanin stendur ein á sviðinu og talar í hljóðnema en eingangrun hennar er undirstrikuð með einfaldri sviðslýsingu, annaðhvort stendur hún í kastljósinu eða niðamyrkri. Í bakgrunninum er myndskeiði varpað á vegg þar sem myndbrot frá Íran eru sýnd í bland við abstrakt form og texta. Ritskoðun, bæði persónuleg og samfélagsleg, er innsti kjarni verksins. Nazanin segir að ritskoðunin byrji innra með okkur sjálfum og hegðun einstaklingsins stjórnist síðan af þeim siðareglum sem við og aðrir setjum okkur. Í einræðisríkjum verður þessi ritskoðun óbærileg og leiðir oftar en ekki til dauða þeirra sem reglurnar brjóta. Þrátt fyrir nokkrar fínar senur líkt og þegar rödd Nazanim bugast undan þunga trúarlegrar tónlistar þá er leikstjórn Mörtu Nordal stundum einum of fyrirferðarmikil. Það sama má segja um myndvinnslu Helenu Stefánsdóttur, á köflum hittir hún beint í mark en stundum er gengið of langt. Endir verksins er endasleppur og þjónar frásögninni ekki nægilega vel. Verkið er rammpólitískt heimildaleikhús og inniheldur áríðandi skilaboð sem nauðsynlegt er að leggja hlustir við á þessum síðustu og verstu tímum, þegar flóttafólk og hælisleitendur flýja heimaland sitt í hrönnum. Líf og reynsluheimur Nazanim eru lyginni líkust en blákaldur raunveruleikinn er stundum ótrúlegri og hræðilegri heldur en skáldskapur.Niðurstaða: Harmþrungin saga flóttakonu sem hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og nú.
Leikhús Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira