Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. september 2015 08:00 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann segir okkur vel geta tekið á móti fleiri en fimmtíu flóttamönnum, en segir að vanda þurfi vel til verka. Hann segir Íslendinga eftir allt saman eina af ríkustu þjóðum heims. Bergsteinn var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að ofan. „Persónulega finnst mér að við getum og við eigum að taka við fleiri flóttamönnum en fimmtíu, en við þurfum að leysa úr nokkrum málum fyrst. Við þurfum að gera þetta vel,“ segir Bergsteinn. Hann segir þá þúsundi Íslendinga sem boðið hafa fram hjálparhönd í því að aðstoða flóttafjölskyldur til landsins vera innblásandi, meðal annars með tilkomu Facebook-hópsins Kæra Eygló – Sýrland kallar. Í hópnum hafa þúsundir Íslendinga boðið fram aðstoð sína í formi kennslu, fatnaðar, húsaskjóls, vinskapar og peninga. Hann segir þó mikilvægt að gleyma ekki fólkinu á vettvangi. „Eða þeim meirihluta flóttamanna sem nú þegar eru í nágrannalöndum eða innan Sýrlands.“Hverjum eigum við að bjóða? Bergsteinn segir okkur þurfa að gera upp við okkur hvaða hópum við viljum bjóða til Íslands. „Því við þurfum að miða móttökur okkar að þeim. Viljum við bjóða mjög jaðarsettum hópum sem eiga frekar ekki afturkvæmt til Sýrlands af einhverjum ástæðum? Viljum við bjóða fólki sem staldrar hér við í styttri tíma og er líklegra til að flytja aftur þegar stríðinu lýkur? Við höfum dálítið verið að einblína á einstæðar mæður og veika, transfólk og samkynhneigða. Það er mjög flott nálgun en við þurfum að bæta við og hafa í huga stórfjölskyldur, ekki bara kjarnafjölskyldur. Þegar við tökum einstæðu móðurina þá skulum við staldra við og leyfa okkur að taka fjölskyldu systur hennar líka, þótt hún eigi mann. Til að fólk eigi betra stuðningsnet. Það finnst mér áhugaverður vinkill sem ég held við ættum að skoða.“ Vísir/Stefán Karlsson Hann segir okkur vel geta valdið flestu sem felst í því að taka á móti flóttamönnum. Hins vegar séu tæknileg atriði sem séu mikilvæg. „Hversu marga arabíska túlka eigum við? Eigum við sálfræðinga sem kunna arabísku? Við þurfum að veita mikla sálgæslu. Er eitthvert heilbrigðisstarfsfólk sem talar arabísku, og þar fram eftir götunum?“ Bergsteinn segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað bent á þann mikla auð sem býr í flóttafólki. „Það er svo spennandi að víkka nálaraugað aðeins. Heimurinn er að vissu leyti að kalla á það. Auðvitað kemur það ekki alltaf til af góðu. Fólk er að flýja harðræði í heimalandinu, ógnarstjórnir. Fólk er að flýja glötuð tækifæri vegna loftslagsbreytinga og annað. Þetta eru risastór verkefni sem við stöndum andspænis, öllsömul. En ég held að við séum byrjuð að hugsa aðeins meira í lausnum. Ég hef tröllatrú á Íslendingum til alls góðs.“Höfum skyldum að gegnaHvað með þá sem lýsa því yfir að neyðin sé alveg nægileg hér á landi og stjórnvöld eigi að einbeita sér að því að aðstoða Íslendinga, áður en þeir fari að aðstoða úti í heimi? „Fólk hefur sínar skoðanir. En ég hef líka trú á fólkinu sem tjáir sig um að það sé ekki spennt fyrir að fá flóttafólk til landsins. Ég held að þegar upp er staðið séum við öll í grunninn gott fólk og kunnum að setja okkur í spor annarra.“ Bergsteinn segir Íslendinga hafa staðið sig vel í því að taka á móti því flóttafólki sem þegar býr á Íslandi. „Við hjá UNICEF erum að sjá í okkar skýrslum, og einni sem birtist á næstu mánuðum, að börn sem eiga foreldra með erlendan bakgrunn eru ekki að koma illa út. Þau eru í rauninni bara í góðri stöðu. Það eitt og sér er vísbending um að eitthvað er að virka vel hjá okkur í þessum efnum. Ég held að þetta tvennt vegi ekki upp á móti hvort öðru. Við höfum bæði skyldum að gegna gagnvart alþjóðasamfélaginu en líka gagnvart okkar eigin fólki. Auðvitað má minna á að það er til fólk hér sem hefur það erfitt og það er satt, það er fólk hér sem hefur það ekki gott. Við þurfum að sinna því og megum ekki gleyma því. En við erum ein af tuttugu ríkustu þjóðum heims. Við höfum sem þjóð skrifað undir alls konar alþjóðlegar skuldbindingar eins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem við lýsum yfir þeirri stefnu að við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að taka þátt í samábyrgð þjóðanna. Það er líka dálítið erfitt að bera saman þá erfiðleika sem við glímum við hér heima við þessa lífshættulegu neyð og þetta siðrof sem fólk á stríðssvæði hefur þurft að ganga í gegnum.“Drifkraftur í flóttafólki Menn sem hafa haft hæst í því að bjóða flóttafólk ekki velkomið til Íslands hafa rætt um innflytjendavanda í Skandinavíu máli sínu til stuðnings. Er þessi innflytjendavandi raunverulegur? „Ég hef ekki mjög djúpa sýn inn í málaflokkinn í Skandinavíu, en það heyrist mjög hátt í vissum hreyfingum í þjóðfélaginu. Það eru stórir stjórnmálaflokkar á öllum Norðurlöndum sem eru á móti innflytjendum. Ég man að þegar ég var að læra í Danmörku voru ótrúlegir hlutir sem danski þjóðarflokkurinn fékk pláss til að segja í fjölmiðlum og þeir rímuðu ekki við það sem var að gerast í dönsku samfélagi. Þá var oft verið að grípa hluti úr lausu lofti, eins og að innflytjendur nauðguðu frekar konum og þar fram eftir götunum. Ég held að við verðum að líta á flóttafólk sem drifkraftinn sem það er. Það kom nefnilega líka fram í Skandinavíu að þetta fólk er duglegra að stofna fyrirtæki en áhættufælnir Svíar og Danir. Þetta er spennandi krydd í tilveruna. Það er svo mikill auður sem býr í flóttafólki. Það vilja allir vinna og skila sínu til samfélagsins.“ Látið fólk í flæðarmáli Samþykkt hefur verið að taka á móti 50 flóttamönnum til landsins. Bergsteini finnst líklegt að sú tala muni hækka. En hvað telur hann að við getum tekið á móti mörgum? „Það er stór spurning og mjög áhugaverð. Það þarf að hugsa hana mjög vel. Við þurfum líka að muna eftir því þegar við hrífumst með samkenndarbylgjunni eins og raunin er í Kæra Eygló hópnum og við sjáum neyðina, sjáum myndir af látnu fólki í flæðarmáli og börn á bak við gaddavír og kylfur að við þurfum að vinna þetta mjög vel frá okkar hendi. Stjórnvöld þurfa að leggjast yfir þetta í samráði við félagasamtök sem eiga hlut að máli, við sveitarfélögin og við einmitt þessa grasrótarhópa og bylgjur sem eru að skjóta upp kollinum. Það er mjög gagnlegt að grípa þessa þrá eftir að fá að hjálpa og finna henni farveg. Þó hún virðist kaótísk núna því hún er nýsprottin upp þá finnur maður strax að fólk er farið að skipuleggja sig, vill halda utan um þetta. Ég held það sé klárt mál að það sé hægt að nýta þennan góða vilja til góðra verka.“Endurspeglar mikla örvæntingu En stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í nokkur ár, meðal annars hafið þið safnað fyrir Sýrland síðastliðin fjögur ár. Hvað gerðist núna? „Það er alltaf erfitt að segja, en ég held að undanfarin tvö ár höfum við tekið eftir breytingum. Fólk leitar meira inn í Evrópu. Álagið á nágrannalönd Sýrlands er orðið það mikið og staðan í Sýrlandi orðin það slæm að fólk er í auknum mæli farið að velja sér leiðir inn í Evrópu. Ef þú ert flóttamaður þá getum við sagt okkur að það séu miklar líkur á að þú viljir helst vera sem næst heimili þínu og ekki fara langt. Þannig að þetta endurspeglar mikla örvæntingu og hversu mikil harka og vonleysi er hlaupin í stöðuna. Þess vegna nálgast fólk Evrópu og þá nálgast það fréttastöðvarnar okkar. Við vorum orðin dofin fyrir fréttum frá Sýrlandi en núna fáum við þær beint í æð. Ég held að almenningur hafi orðið fyrir miklum áhrifum af myndum af Miðjarðarhafsferðunum. Svo sjáum við landamærum Makedóníu lokað, við sjáum höggbylgju-handsprengjur, kylfur, gaddavír, grátandi börn. Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni.“Ótrúlega sterk viðbrögð Í síðustu viku fundu liðsmenn UNICEF á Íslandi sterklega fyrir aukinni athygli um málefni flóttafólks. „Við höfum verið í söfnun allar götur síðan átökin hófust í Sýrlandi. Á föstudaginn síðastliðinn þegar við fundum fyrir þessari bylgju þá minntum við á söfnunina, settum það út og héldum því yfir helgina og viðbrögðin voru ótrúlega sterk. Við höfum safnað um 5 milljónum síðan sem er frábært á svona skömmum tíma. Við vonum bara að fólk haldi áfram að láta sig málið varða og haldi áfram að styrkja því neyðin er gífurleg. Á sama tíma eru aðgerðir UNICEF á svæðinu ótrúlega impónerandi. Frá því að átökin hófust höfum við unnið bæði innan Sýrlands og í öllum nágrannaríkjunum. Tyrklandi, Líbíu, Jórdaníu og Írak. Það er alls staðar verið að taka á móti flóttamönnum og fæstir af þessum flóttamönnum búa í raun í flóttamannabúðum. Það eru nokkrar stórar búðir en langstærstur hluti fólksins sem flýr er tekinn inn af samfélögum, sem fá þá til þess styrki frá hjálparstofnunum eða stjórnvöldum á svæðinu. Þetta eru milljónir á milljónir ofan sem samfélögin umvefja sem veldur ótrúlegu álagi og hjálparstofnanir þurfa að hugsa út fyrir boxið. Þú ert ekki bara með stýrt mengi af fólki inni í afmörkuðum búðum heldur ertu með heilt samfélag af fólki. Þú þarft að finna fjölskyldurnar sem hýsa flóttamennina, veita stuðning þar, tryggja að þau komist inn í kerfið, inn í menntakerfið, inn í skólakerfið, barnavernd, heilsugæslu, og svo framvegis.“ BergsteinnVísir/Stefán KarlssonAð frelsa barnahermenn Bergsteinn segir hjálparstarf í dag ólíkt því sem áður var. „Þetta er áhugaverður geiri. Það gerist mikið á Facebook og fjáröflun er stór hluti af starfseminni. Við erum í hraðri þróun þar í takt við þróun samfélagsins. Stundum göngum við um með vissa glansmynd af hjálparstarfi, hugsum hjálparstarf eins og það var fyrir 30-40 árum. Við erum oft föst í þessum gömlu sterku ímyndum, um hjúkrunarfræðinginn sem göslar í gegnum fenið að bólusetja börn, skólabyggingar og það er verið að grafa brunna og frelsa barnahermenn og vissulega er þetta allt saman enn þá í gangi. Þetta er hluti af hjálparstarfi sem tengist mjög sterkt þjónustuveitingu. En hjálparstarf er farið að færast meira yfir í alls konar annað, samfara því sem þetta er gert. Sem betur fer eru fátækari ríkin sem vinna með okkur í þessari þróunarsamvinnu farin að taka yfir meira af þessum þjónustuveitingarverkefnum. Einn af styrkleikum UNICEF er að við erum Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og höfum mikið aðgengi að stjórnvöldum. Þannig að við getum unnið með stjórnvöldum á svæðinu, hjálparstofnunum, grasrótinni, félagasamtökum. Og í gegnum áætlanir og með áætlunum stjórnvalda. Og þetta setur okkur í mjög sérstaka og mjög góða stöðu til að þrýsta á varanlegar breytingar. Á lögum, á áætlanagerð, á öllu því sem snýr að réttindum og velferð barna.“Lík úti á götu og fallegt lótusblóm Bergsteinn hefur unnið fyrir UNICEF á Íslandi í um það bil níu ár. Hann er kvæntur Báru Hólmgeirsdóttur, sem er eigandi verslunarinnar Aftur. En hvernig kviknaði áhugi Bergsteins á hjálparstarfi? „Það er svo mikil klisja að það er næstum sársaukafullt. Ég fór í bakpokaferðalag þegar ég var tvítugur og ferðaðist um Asíu. Byrjaði í Nepal, var í Taílandi og lengi á Indlandi. Þar bjó ég með alls konar jógum úti í sveit og líka í borgum. Þá sá maður dáldið erfiðan veruleika. Indland er svona land þar sem þú finnur fallegustu og ljótustu upplifanir á sama tíma. Þú finnur undursamlegan ilm en verstu pest líka. Maður sér fallegan lótus í tjörn og svo sér maður lík úti á götu með daglöðum yfir og börn að betla. Þetta kveikti í mér, ungum manni,“ segir Bergsteinn og bætir við að unglingar séu oft dálítið skemmtileg blanda af mjög fordómafullu fólki og mjög víðsýnu fólki. „Þetta náði að kveikja í víðsýni minni, þegar ég náði að lokum að fallista mér leið í gegnum skólakerfið og komast í mannfræði þá var ég dálítið kominn á rétta leið. Þaðan fór ég í þróunarfræði í Danmörku. Svo reyndar þurftum við að flytja heim þannig að ég kláraði ekki en mætti bara hingað á Laugaveginn til fyrirrennara míns, Stefáns Inga, og kynnti fyrir honum hugmynd sem ég vildi fara af stað með sem næstum því útskrifaður þróunarfræðingur. Honum fannst hugmyndin ekki góð en var til í að ráða mig í eitt og annað. Ég hef síðan þá verið viðloðandi UNICEF á Íslandi,“ útskýrir Bergsteinn og hlær.Endurskoðuð í tætlurHvað með þá gagnrýni sem hjálparsamtök um víða veröld hafa gjarnan fengið, að peningurinn fari ekki þangað sem hann á að fara heldur fari of mikið af fjármunum í yfirbygginguna? „Ég hef oft rætt þetta í fermingarveislum og það er mjög skiljanlegt að fólk spyrji sig að þessu. Auðvitað er þetta flókinn heimur og það hafa komið upp mál þar sem ekki hefur gengið nógu vel að láta peninga komast á leiðarenda – maður man eftir hinu og þessu með hinum og þessum samtökum í gegnum tíðina. Nú þekki ég bara strúktúrinn hjá UNICEF og hvað okkur viðkemur þá er þetta líka pínu gömul orðræða. UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi. Við erum innan Sameinuðu þjóðanna og endurskoðuð í tætlur, bæði innri og ytri endurskoðun.“ Bergsteinn segir mjög grannt fylgst með því hvert peningarnir fara. „En umræður um yfirbyggingu og kostnað eru samt áhugaverðar því stundum gerum við okkur ekki alveg grein fyrir strúktúrnum,“ segir hann. „En þetta er vissulega bransi þar sem þarf að læra af mistökum. Það virkaði til dæmis ekki að koma inn og hugsa hlutina alltaf út frá þörfum. UNICEF vann eftir því fyrstu áratugina sem við störfuðum að uppfylla þarfir barna. Svo gerist merkilegur hlutur þegar Barnasáttmálinn er staðfestur og fullgiltur og orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum. Þá fara menn að hugsa hvort við verðum ekki að breyta þessari pælingu. Þegar við hugsum hlutina þannig þá er einn þurfalingur og einn sem gefur. En þetta eru ekki þarfir, þetta eru réttindi,“ segir Bergsteinn.Við erum ekki að gefa ölmusu „Samkvæmt öllum stöðlum og gildum sem heimurinn hefur komið sér upp eftir seinni heimsstyrjöld þegar mannfólkið stóð uppi og hugsaði: Guð minn góður, hvað höfum við gert? hafa mannréttindi verið að fá sífellt meira vægi. Þá fá mannréttindi líka aukið vægi innan þróunarsamvinnu og þá jafnast út aðstöðumunur milli gefenda og þiggjenda. Við erum ekki að veita ölmusu og eigum ekki að líta á það þannig,“ útskýrir hann. „Við erum að aðstoða meðbúendur okkar á jörðinni við að uppfylla réttindi sem við erum í sameiningu búin að samþykkja að allir eigi tilkall til. Ástandið í dag sýnir okkur mjög skýrt að við erum hluti af vistkerfi, hlutir sem gerast annars staðar hafa áhrif á okkur og í sífellt meira mæli. Við erum öll samofin. Eins og ég sé þetta þá ber okkur skylda til að hjálpa sem flestum. Kjarninn í mennsku eins og ég skil hana er kærleiki, og kærleikinn segir manni að þú og ég séum ekkert aðskilið, við erum bara eitt. Við erum öll eitt.“ Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann segir okkur vel geta tekið á móti fleiri en fimmtíu flóttamönnum, en segir að vanda þurfi vel til verka. Hann segir Íslendinga eftir allt saman eina af ríkustu þjóðum heims. Bergsteinn var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að ofan. „Persónulega finnst mér að við getum og við eigum að taka við fleiri flóttamönnum en fimmtíu, en við þurfum að leysa úr nokkrum málum fyrst. Við þurfum að gera þetta vel,“ segir Bergsteinn. Hann segir þá þúsundi Íslendinga sem boðið hafa fram hjálparhönd í því að aðstoða flóttafjölskyldur til landsins vera innblásandi, meðal annars með tilkomu Facebook-hópsins Kæra Eygló – Sýrland kallar. Í hópnum hafa þúsundir Íslendinga boðið fram aðstoð sína í formi kennslu, fatnaðar, húsaskjóls, vinskapar og peninga. Hann segir þó mikilvægt að gleyma ekki fólkinu á vettvangi. „Eða þeim meirihluta flóttamanna sem nú þegar eru í nágrannalöndum eða innan Sýrlands.“Hverjum eigum við að bjóða? Bergsteinn segir okkur þurfa að gera upp við okkur hvaða hópum við viljum bjóða til Íslands. „Því við þurfum að miða móttökur okkar að þeim. Viljum við bjóða mjög jaðarsettum hópum sem eiga frekar ekki afturkvæmt til Sýrlands af einhverjum ástæðum? Viljum við bjóða fólki sem staldrar hér við í styttri tíma og er líklegra til að flytja aftur þegar stríðinu lýkur? Við höfum dálítið verið að einblína á einstæðar mæður og veika, transfólk og samkynhneigða. Það er mjög flott nálgun en við þurfum að bæta við og hafa í huga stórfjölskyldur, ekki bara kjarnafjölskyldur. Þegar við tökum einstæðu móðurina þá skulum við staldra við og leyfa okkur að taka fjölskyldu systur hennar líka, þótt hún eigi mann. Til að fólk eigi betra stuðningsnet. Það finnst mér áhugaverður vinkill sem ég held við ættum að skoða.“ Vísir/Stefán Karlsson Hann segir okkur vel geta valdið flestu sem felst í því að taka á móti flóttamönnum. Hins vegar séu tæknileg atriði sem séu mikilvæg. „Hversu marga arabíska túlka eigum við? Eigum við sálfræðinga sem kunna arabísku? Við þurfum að veita mikla sálgæslu. Er eitthvert heilbrigðisstarfsfólk sem talar arabísku, og þar fram eftir götunum?“ Bergsteinn segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað bent á þann mikla auð sem býr í flóttafólki. „Það er svo spennandi að víkka nálaraugað aðeins. Heimurinn er að vissu leyti að kalla á það. Auðvitað kemur það ekki alltaf til af góðu. Fólk er að flýja harðræði í heimalandinu, ógnarstjórnir. Fólk er að flýja glötuð tækifæri vegna loftslagsbreytinga og annað. Þetta eru risastór verkefni sem við stöndum andspænis, öllsömul. En ég held að við séum byrjuð að hugsa aðeins meira í lausnum. Ég hef tröllatrú á Íslendingum til alls góðs.“Höfum skyldum að gegnaHvað með þá sem lýsa því yfir að neyðin sé alveg nægileg hér á landi og stjórnvöld eigi að einbeita sér að því að aðstoða Íslendinga, áður en þeir fari að aðstoða úti í heimi? „Fólk hefur sínar skoðanir. En ég hef líka trú á fólkinu sem tjáir sig um að það sé ekki spennt fyrir að fá flóttafólk til landsins. Ég held að þegar upp er staðið séum við öll í grunninn gott fólk og kunnum að setja okkur í spor annarra.“ Bergsteinn segir Íslendinga hafa staðið sig vel í því að taka á móti því flóttafólki sem þegar býr á Íslandi. „Við hjá UNICEF erum að sjá í okkar skýrslum, og einni sem birtist á næstu mánuðum, að börn sem eiga foreldra með erlendan bakgrunn eru ekki að koma illa út. Þau eru í rauninni bara í góðri stöðu. Það eitt og sér er vísbending um að eitthvað er að virka vel hjá okkur í þessum efnum. Ég held að þetta tvennt vegi ekki upp á móti hvort öðru. Við höfum bæði skyldum að gegna gagnvart alþjóðasamfélaginu en líka gagnvart okkar eigin fólki. Auðvitað má minna á að það er til fólk hér sem hefur það erfitt og það er satt, það er fólk hér sem hefur það ekki gott. Við þurfum að sinna því og megum ekki gleyma því. En við erum ein af tuttugu ríkustu þjóðum heims. Við höfum sem þjóð skrifað undir alls konar alþjóðlegar skuldbindingar eins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem við lýsum yfir þeirri stefnu að við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að taka þátt í samábyrgð þjóðanna. Það er líka dálítið erfitt að bera saman þá erfiðleika sem við glímum við hér heima við þessa lífshættulegu neyð og þetta siðrof sem fólk á stríðssvæði hefur þurft að ganga í gegnum.“Drifkraftur í flóttafólki Menn sem hafa haft hæst í því að bjóða flóttafólk ekki velkomið til Íslands hafa rætt um innflytjendavanda í Skandinavíu máli sínu til stuðnings. Er þessi innflytjendavandi raunverulegur? „Ég hef ekki mjög djúpa sýn inn í málaflokkinn í Skandinavíu, en það heyrist mjög hátt í vissum hreyfingum í þjóðfélaginu. Það eru stórir stjórnmálaflokkar á öllum Norðurlöndum sem eru á móti innflytjendum. Ég man að þegar ég var að læra í Danmörku voru ótrúlegir hlutir sem danski þjóðarflokkurinn fékk pláss til að segja í fjölmiðlum og þeir rímuðu ekki við það sem var að gerast í dönsku samfélagi. Þá var oft verið að grípa hluti úr lausu lofti, eins og að innflytjendur nauðguðu frekar konum og þar fram eftir götunum. Ég held að við verðum að líta á flóttafólk sem drifkraftinn sem það er. Það kom nefnilega líka fram í Skandinavíu að þetta fólk er duglegra að stofna fyrirtæki en áhættufælnir Svíar og Danir. Þetta er spennandi krydd í tilveruna. Það er svo mikill auður sem býr í flóttafólki. Það vilja allir vinna og skila sínu til samfélagsins.“ Látið fólk í flæðarmáli Samþykkt hefur verið að taka á móti 50 flóttamönnum til landsins. Bergsteini finnst líklegt að sú tala muni hækka. En hvað telur hann að við getum tekið á móti mörgum? „Það er stór spurning og mjög áhugaverð. Það þarf að hugsa hana mjög vel. Við þurfum líka að muna eftir því þegar við hrífumst með samkenndarbylgjunni eins og raunin er í Kæra Eygló hópnum og við sjáum neyðina, sjáum myndir af látnu fólki í flæðarmáli og börn á bak við gaddavír og kylfur að við þurfum að vinna þetta mjög vel frá okkar hendi. Stjórnvöld þurfa að leggjast yfir þetta í samráði við félagasamtök sem eiga hlut að máli, við sveitarfélögin og við einmitt þessa grasrótarhópa og bylgjur sem eru að skjóta upp kollinum. Það er mjög gagnlegt að grípa þessa þrá eftir að fá að hjálpa og finna henni farveg. Þó hún virðist kaótísk núna því hún er nýsprottin upp þá finnur maður strax að fólk er farið að skipuleggja sig, vill halda utan um þetta. Ég held það sé klárt mál að það sé hægt að nýta þennan góða vilja til góðra verka.“Endurspeglar mikla örvæntingu En stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í nokkur ár, meðal annars hafið þið safnað fyrir Sýrland síðastliðin fjögur ár. Hvað gerðist núna? „Það er alltaf erfitt að segja, en ég held að undanfarin tvö ár höfum við tekið eftir breytingum. Fólk leitar meira inn í Evrópu. Álagið á nágrannalönd Sýrlands er orðið það mikið og staðan í Sýrlandi orðin það slæm að fólk er í auknum mæli farið að velja sér leiðir inn í Evrópu. Ef þú ert flóttamaður þá getum við sagt okkur að það séu miklar líkur á að þú viljir helst vera sem næst heimili þínu og ekki fara langt. Þannig að þetta endurspeglar mikla örvæntingu og hversu mikil harka og vonleysi er hlaupin í stöðuna. Þess vegna nálgast fólk Evrópu og þá nálgast það fréttastöðvarnar okkar. Við vorum orðin dofin fyrir fréttum frá Sýrlandi en núna fáum við þær beint í æð. Ég held að almenningur hafi orðið fyrir miklum áhrifum af myndum af Miðjarðarhafsferðunum. Svo sjáum við landamærum Makedóníu lokað, við sjáum höggbylgju-handsprengjur, kylfur, gaddavír, grátandi börn. Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni.“Ótrúlega sterk viðbrögð Í síðustu viku fundu liðsmenn UNICEF á Íslandi sterklega fyrir aukinni athygli um málefni flóttafólks. „Við höfum verið í söfnun allar götur síðan átökin hófust í Sýrlandi. Á föstudaginn síðastliðinn þegar við fundum fyrir þessari bylgju þá minntum við á söfnunina, settum það út og héldum því yfir helgina og viðbrögðin voru ótrúlega sterk. Við höfum safnað um 5 milljónum síðan sem er frábært á svona skömmum tíma. Við vonum bara að fólk haldi áfram að láta sig málið varða og haldi áfram að styrkja því neyðin er gífurleg. Á sama tíma eru aðgerðir UNICEF á svæðinu ótrúlega impónerandi. Frá því að átökin hófust höfum við unnið bæði innan Sýrlands og í öllum nágrannaríkjunum. Tyrklandi, Líbíu, Jórdaníu og Írak. Það er alls staðar verið að taka á móti flóttamönnum og fæstir af þessum flóttamönnum búa í raun í flóttamannabúðum. Það eru nokkrar stórar búðir en langstærstur hluti fólksins sem flýr er tekinn inn af samfélögum, sem fá þá til þess styrki frá hjálparstofnunum eða stjórnvöldum á svæðinu. Þetta eru milljónir á milljónir ofan sem samfélögin umvefja sem veldur ótrúlegu álagi og hjálparstofnanir þurfa að hugsa út fyrir boxið. Þú ert ekki bara með stýrt mengi af fólki inni í afmörkuðum búðum heldur ertu með heilt samfélag af fólki. Þú þarft að finna fjölskyldurnar sem hýsa flóttamennina, veita stuðning þar, tryggja að þau komist inn í kerfið, inn í menntakerfið, inn í skólakerfið, barnavernd, heilsugæslu, og svo framvegis.“ BergsteinnVísir/Stefán KarlssonAð frelsa barnahermenn Bergsteinn segir hjálparstarf í dag ólíkt því sem áður var. „Þetta er áhugaverður geiri. Það gerist mikið á Facebook og fjáröflun er stór hluti af starfseminni. Við erum í hraðri þróun þar í takt við þróun samfélagsins. Stundum göngum við um með vissa glansmynd af hjálparstarfi, hugsum hjálparstarf eins og það var fyrir 30-40 árum. Við erum oft föst í þessum gömlu sterku ímyndum, um hjúkrunarfræðinginn sem göslar í gegnum fenið að bólusetja börn, skólabyggingar og það er verið að grafa brunna og frelsa barnahermenn og vissulega er þetta allt saman enn þá í gangi. Þetta er hluti af hjálparstarfi sem tengist mjög sterkt þjónustuveitingu. En hjálparstarf er farið að færast meira yfir í alls konar annað, samfara því sem þetta er gert. Sem betur fer eru fátækari ríkin sem vinna með okkur í þessari þróunarsamvinnu farin að taka yfir meira af þessum þjónustuveitingarverkefnum. Einn af styrkleikum UNICEF er að við erum Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og höfum mikið aðgengi að stjórnvöldum. Þannig að við getum unnið með stjórnvöldum á svæðinu, hjálparstofnunum, grasrótinni, félagasamtökum. Og í gegnum áætlanir og með áætlunum stjórnvalda. Og þetta setur okkur í mjög sérstaka og mjög góða stöðu til að þrýsta á varanlegar breytingar. Á lögum, á áætlanagerð, á öllu því sem snýr að réttindum og velferð barna.“Lík úti á götu og fallegt lótusblóm Bergsteinn hefur unnið fyrir UNICEF á Íslandi í um það bil níu ár. Hann er kvæntur Báru Hólmgeirsdóttur, sem er eigandi verslunarinnar Aftur. En hvernig kviknaði áhugi Bergsteins á hjálparstarfi? „Það er svo mikil klisja að það er næstum sársaukafullt. Ég fór í bakpokaferðalag þegar ég var tvítugur og ferðaðist um Asíu. Byrjaði í Nepal, var í Taílandi og lengi á Indlandi. Þar bjó ég með alls konar jógum úti í sveit og líka í borgum. Þá sá maður dáldið erfiðan veruleika. Indland er svona land þar sem þú finnur fallegustu og ljótustu upplifanir á sama tíma. Þú finnur undursamlegan ilm en verstu pest líka. Maður sér fallegan lótus í tjörn og svo sér maður lík úti á götu með daglöðum yfir og börn að betla. Þetta kveikti í mér, ungum manni,“ segir Bergsteinn og bætir við að unglingar séu oft dálítið skemmtileg blanda af mjög fordómafullu fólki og mjög víðsýnu fólki. „Þetta náði að kveikja í víðsýni minni, þegar ég náði að lokum að fallista mér leið í gegnum skólakerfið og komast í mannfræði þá var ég dálítið kominn á rétta leið. Þaðan fór ég í þróunarfræði í Danmörku. Svo reyndar þurftum við að flytja heim þannig að ég kláraði ekki en mætti bara hingað á Laugaveginn til fyrirrennara míns, Stefáns Inga, og kynnti fyrir honum hugmynd sem ég vildi fara af stað með sem næstum því útskrifaður þróunarfræðingur. Honum fannst hugmyndin ekki góð en var til í að ráða mig í eitt og annað. Ég hef síðan þá verið viðloðandi UNICEF á Íslandi,“ útskýrir Bergsteinn og hlær.Endurskoðuð í tætlurHvað með þá gagnrýni sem hjálparsamtök um víða veröld hafa gjarnan fengið, að peningurinn fari ekki þangað sem hann á að fara heldur fari of mikið af fjármunum í yfirbygginguna? „Ég hef oft rætt þetta í fermingarveislum og það er mjög skiljanlegt að fólk spyrji sig að þessu. Auðvitað er þetta flókinn heimur og það hafa komið upp mál þar sem ekki hefur gengið nógu vel að láta peninga komast á leiðarenda – maður man eftir hinu og þessu með hinum og þessum samtökum í gegnum tíðina. Nú þekki ég bara strúktúrinn hjá UNICEF og hvað okkur viðkemur þá er þetta líka pínu gömul orðræða. UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi. Við erum innan Sameinuðu þjóðanna og endurskoðuð í tætlur, bæði innri og ytri endurskoðun.“ Bergsteinn segir mjög grannt fylgst með því hvert peningarnir fara. „En umræður um yfirbyggingu og kostnað eru samt áhugaverðar því stundum gerum við okkur ekki alveg grein fyrir strúktúrnum,“ segir hann. „En þetta er vissulega bransi þar sem þarf að læra af mistökum. Það virkaði til dæmis ekki að koma inn og hugsa hlutina alltaf út frá þörfum. UNICEF vann eftir því fyrstu áratugina sem við störfuðum að uppfylla þarfir barna. Svo gerist merkilegur hlutur þegar Barnasáttmálinn er staðfestur og fullgiltur og orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum. Þá fara menn að hugsa hvort við verðum ekki að breyta þessari pælingu. Þegar við hugsum hlutina þannig þá er einn þurfalingur og einn sem gefur. En þetta eru ekki þarfir, þetta eru réttindi,“ segir Bergsteinn.Við erum ekki að gefa ölmusu „Samkvæmt öllum stöðlum og gildum sem heimurinn hefur komið sér upp eftir seinni heimsstyrjöld þegar mannfólkið stóð uppi og hugsaði: Guð minn góður, hvað höfum við gert? hafa mannréttindi verið að fá sífellt meira vægi. Þá fá mannréttindi líka aukið vægi innan þróunarsamvinnu og þá jafnast út aðstöðumunur milli gefenda og þiggjenda. Við erum ekki að veita ölmusu og eigum ekki að líta á það þannig,“ útskýrir hann. „Við erum að aðstoða meðbúendur okkar á jörðinni við að uppfylla réttindi sem við erum í sameiningu búin að samþykkja að allir eigi tilkall til. Ástandið í dag sýnir okkur mjög skýrt að við erum hluti af vistkerfi, hlutir sem gerast annars staðar hafa áhrif á okkur og í sífellt meira mæli. Við erum öll samofin. Eins og ég sé þetta þá ber okkur skylda til að hjálpa sem flestum. Kjarninn í mennsku eins og ég skil hana er kærleiki, og kærleikinn segir manni að þú og ég séum ekkert aðskilið, við erum bara eitt. Við erum öll eitt.“
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira