Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins 3. september 2015 21:58 Leikmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Valli Kári Árnason var besti leikmaður íslenska landsliðsins í fræknum 1-0 sigri á Hollandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Skammt undan kom félagi hans úr hjarta varnarinnar, Ragnar Sigurðsson, en þeir tveir stóðu vaktina eins og hershöfðingjar í leiknum. Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati okkar voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Smá tæpur í fyrri hálfleik en reddaði sér sem skipti öllu og varði mörgum sinnum mjög vel í seinni.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Traustur og gerði engin mistök. Yfirvegaður og öruggur.Kári Árnason, miðvörður 9, maður leiksins Tók mikla ábyrgð í vörninni og í því að spila boltanum skynsamlega út úr vörninni. Tapaði ekki einvígi og skallaði allt í burtu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Yfirvegaður að vanda og lenti aldrei í miklum vandræðum hvort sem er í loftinu eða einn á móti einum. Átti öll sín svæði og gerði engin mistök.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Lifði af fyrstu 25 mínúturnar á móti Robben og skilaði sínu í vörn sem sókn. Þurfti að dekka stór svæði í seinni en slapp með það.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 8 Vann vel að vanda og vann sig inn í leikinn eftir rólega byrjun. Sýndi hvað eftir annað klókindi sín ekki síst þegar hann fiskaði vítið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Átti miðjuna. Hélt stöðu frábærlega og las vel þegar aðrir leikmenn hlupu út úr stöðu. Rak sína menn áfram og hélt vinnslunni gangandi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Vann frábæra varnarvinnu og hjálpaði við frábæra pressu inn á miðjunni. Hefur oft verið meira ógnandi í sókninni en frábært skot hans var nálægt því að fara inn. Kláraði vítið vel.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 8 Var allt í öllu í sóknarleiknum og pressunni. Mjög ógnandi. Frábær á boltanum en óheppinn með skotin sín.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Hljóp og hljóp eins og hann er vanur. Kom kannski lítið út úr þegar hann var með boltann en hann tók góðar ákvarðanirKolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt allri varnarlínu Hollendinga við efnið frá fyrstu mínútu og var mjög sýnilegur þegar menn þurfti að losa pressu. Fiskaði mann af velli og breytti með því leiknum.Varamenn:Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 64. mínútu) Svolítið þungur og ætlaði sér aðeins of mikið í byrjun. Fann síðan taktinn og spilaði af skynsemiAlfreð Finnbogason -(Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 78. mínútu) Fékk nokkur tækifæri einn á einn en tókst ekki að nýta sér þauÓlafur Ingi Skúlason -(Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 86. mínútu) Lét finna fyrir sér á lokamínútum og komst vel frá sínum fáu mínútum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Kári Árnason var besti leikmaður íslenska landsliðsins í fræknum 1-0 sigri á Hollandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Skammt undan kom félagi hans úr hjarta varnarinnar, Ragnar Sigurðsson, en þeir tveir stóðu vaktina eins og hershöfðingjar í leiknum. Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati okkar voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Smá tæpur í fyrri hálfleik en reddaði sér sem skipti öllu og varði mörgum sinnum mjög vel í seinni.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Traustur og gerði engin mistök. Yfirvegaður og öruggur.Kári Árnason, miðvörður 9, maður leiksins Tók mikla ábyrgð í vörninni og í því að spila boltanum skynsamlega út úr vörninni. Tapaði ekki einvígi og skallaði allt í burtu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Yfirvegaður að vanda og lenti aldrei í miklum vandræðum hvort sem er í loftinu eða einn á móti einum. Átti öll sín svæði og gerði engin mistök.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Lifði af fyrstu 25 mínúturnar á móti Robben og skilaði sínu í vörn sem sókn. Þurfti að dekka stór svæði í seinni en slapp með það.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 8 Vann vel að vanda og vann sig inn í leikinn eftir rólega byrjun. Sýndi hvað eftir annað klókindi sín ekki síst þegar hann fiskaði vítið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Átti miðjuna. Hélt stöðu frábærlega og las vel þegar aðrir leikmenn hlupu út úr stöðu. Rak sína menn áfram og hélt vinnslunni gangandi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Vann frábæra varnarvinnu og hjálpaði við frábæra pressu inn á miðjunni. Hefur oft verið meira ógnandi í sókninni en frábært skot hans var nálægt því að fara inn. Kláraði vítið vel.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 8 Var allt í öllu í sóknarleiknum og pressunni. Mjög ógnandi. Frábær á boltanum en óheppinn með skotin sín.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Hljóp og hljóp eins og hann er vanur. Kom kannski lítið út úr þegar hann var með boltann en hann tók góðar ákvarðanirKolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt allri varnarlínu Hollendinga við efnið frá fyrstu mínútu og var mjög sýnilegur þegar menn þurfti að losa pressu. Fiskaði mann af velli og breytti með því leiknum.Varamenn:Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 64. mínútu) Svolítið þungur og ætlaði sér aðeins of mikið í byrjun. Fann síðan taktinn og spilaði af skynsemiAlfreð Finnbogason -(Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 78. mínútu) Fékk nokkur tækifæri einn á einn en tókst ekki að nýta sér þauÓlafur Ingi Skúlason -(Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 86. mínútu) Lét finna fyrir sér á lokamínútum og komst vel frá sínum fáu mínútum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30