Endurheimti armband sem hafði verið týnt í 34 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 15:14 Ingvar Már Gíslason, eiginmaður Hildu, tók við armbandinu í dag. mynd/hilda og vísir/auðunn „Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015 Garðyrkja Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015
Garðyrkja Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira