Hollensk áhrif í íslenska liðinu Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Hinir fimm fræknu, Eiður Smári, Jóhann Berg, Aron Einar, Alfreð og Kolbeinn. Vísir/Samsett mynd Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira