Stórsigrar hjá ÍBV og Val | Öll úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2015 18:18 Kristín gerði tíu mörk fyrir Val í dag. vísir/daníel Valur, ÍBV, Selfoss og Grótta eru með fullt hús stiga eftir leikina tvo sem búnir eru í Olís-deild kvenna, en fimm leikir í annari umferðinni fóru fram í dag. Valur og ÍBV unnu stórsigra. Valur vann sextán marka sigur á ÍR, 35-19, eftir að hafa verið 17-10 yfir í hálfleik. Kristín Guðmundsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Val, en næst kom Bryndís Elín Halldórsdóttir með sex mörk. Hjá ÍR var Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir markahæst sem fyrr með sjö mörk. Valur með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en ÍR ekkert.Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 10, Bryndís Elín Halldórsdóttir 6, Gerður Arinbjarnar 5, Morgan Marie McDonald 5, Íris Pétursdóttir Viborg 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3, Tanja Geirmundsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1.Mörk ÍR: Bryndhildur Bergmann Kjartansdóttir 7, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Karen Tinna Demian 2, Monika Jovisic 1, Petra Waage 1. ÍBV burstaði nýliða Aftureldingar með 20 marka mun í Vestmannaeyjum í dag, 41-21. Staðan var 22-8 í hálfleik. Greta Kavaliouskaitc skoraði níu fyrir ÍBV, en það gerði Vera Lopez einnig. Dagný Huld Birgisdóttir gerði sex mörk fyrir nýliðana sem hafa fengið tvo stóra skelli í fyrstu umferðunum á meðan ÍBV hefur unnið fyrstu tvo leikina.Mörk ÍBV: Greta Kavaliouskaitc 9, Vera Lopez 9, Telma Amado 5, Kristrún Hlynsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Sirrý Rúnarsdóttir 3, Sandra Gísladóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2.Mörk Aftureldingar: Dagný Huld Birgisdóttir 6, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 4, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Hekla Daðadóttir 3, Magnea Rós Svansdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1.Sjáðu einnig: Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 24-20 | Grótta með fullt hús stiga Fram vann sinn fyrsta leik í Olís-deildinni þetta tímabilið þegar liðið vann eins marks sigur á HK, 19-18, í hörkuleik í Digranesi. HK leiddi í hálfleik, 10-9. Þórhildur Braga Þórðardóttir og Sóley Ívarsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK, en Hildur Þorgeirsdóttir gerði sjö fyrir gestina. Fram með tvö stig, en HK ekkert eftir fyrstu tvo leikina.Mörk HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 5, Eva Hrund Harðardóttir 3, Aníta Björk Bárðardóttir 2, Emma Sardarsdóttir 2, Elva Arinbjarnar 1.Mörk Fram: Hildur Þorgeirsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1. Selfoss vann sinn annan sigur í deildinni, en þær unnu tíu marka sigur á KA/Þór 29-19 í dag. Selfoss var 16-9 yfir í hálfleik, en Adina Maria Ghidoarca og Carmen Palamariu gerðu sjö mörk hvor fyrir heimastúlkur á Selfossi. Erla Hleiður Tryggvadóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir voru markahæstar hjá gestunum með fimm mörk hvor, en KA/Þór er með eitt stig eftir leikina tvo sem búnir eru. Fylkir vann FH 29-24, en Fylkir tapaði í fyrstu umferðinni fyrir Stjörnunni á meðan FH gerði jafntefli við KA/Þór. Staðan í hálfleik var 17-9. Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst með sex mörk hjá gestunum, en Thea Imani Sturludóttir gerði sjö fyrir Fylki. Einn leikur fer svo fram á morgun þegar Haukar og Fjölnir mætast í Schenker-höllinni klukkan 18:15. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur, ÍBV, Selfoss og Grótta eru með fullt hús stiga eftir leikina tvo sem búnir eru í Olís-deild kvenna, en fimm leikir í annari umferðinni fóru fram í dag. Valur og ÍBV unnu stórsigra. Valur vann sextán marka sigur á ÍR, 35-19, eftir að hafa verið 17-10 yfir í hálfleik. Kristín Guðmundsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Val, en næst kom Bryndís Elín Halldórsdóttir með sex mörk. Hjá ÍR var Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir markahæst sem fyrr með sjö mörk. Valur með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en ÍR ekkert.Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 10, Bryndís Elín Halldórsdóttir 6, Gerður Arinbjarnar 5, Morgan Marie McDonald 5, Íris Pétursdóttir Viborg 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3, Tanja Geirmundsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1.Mörk ÍR: Bryndhildur Bergmann Kjartansdóttir 7, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Karen Tinna Demian 2, Monika Jovisic 1, Petra Waage 1. ÍBV burstaði nýliða Aftureldingar með 20 marka mun í Vestmannaeyjum í dag, 41-21. Staðan var 22-8 í hálfleik. Greta Kavaliouskaitc skoraði níu fyrir ÍBV, en það gerði Vera Lopez einnig. Dagný Huld Birgisdóttir gerði sex mörk fyrir nýliðana sem hafa fengið tvo stóra skelli í fyrstu umferðunum á meðan ÍBV hefur unnið fyrstu tvo leikina.Mörk ÍBV: Greta Kavaliouskaitc 9, Vera Lopez 9, Telma Amado 5, Kristrún Hlynsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Sirrý Rúnarsdóttir 3, Sandra Gísladóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2.Mörk Aftureldingar: Dagný Huld Birgisdóttir 6, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 4, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Hekla Daðadóttir 3, Magnea Rós Svansdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1.Sjáðu einnig: Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 24-20 | Grótta með fullt hús stiga Fram vann sinn fyrsta leik í Olís-deildinni þetta tímabilið þegar liðið vann eins marks sigur á HK, 19-18, í hörkuleik í Digranesi. HK leiddi í hálfleik, 10-9. Þórhildur Braga Þórðardóttir og Sóley Ívarsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK, en Hildur Þorgeirsdóttir gerði sjö fyrir gestina. Fram með tvö stig, en HK ekkert eftir fyrstu tvo leikina.Mörk HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 5, Eva Hrund Harðardóttir 3, Aníta Björk Bárðardóttir 2, Emma Sardarsdóttir 2, Elva Arinbjarnar 1.Mörk Fram: Hildur Þorgeirsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1. Selfoss vann sinn annan sigur í deildinni, en þær unnu tíu marka sigur á KA/Þór 29-19 í dag. Selfoss var 16-9 yfir í hálfleik, en Adina Maria Ghidoarca og Carmen Palamariu gerðu sjö mörk hvor fyrir heimastúlkur á Selfossi. Erla Hleiður Tryggvadóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir voru markahæstar hjá gestunum með fimm mörk hvor, en KA/Þór er með eitt stig eftir leikina tvo sem búnir eru. Fylkir vann FH 29-24, en Fylkir tapaði í fyrstu umferðinni fyrir Stjörnunni á meðan FH gerði jafntefli við KA/Þór. Staðan í hálfleik var 17-9. Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst með sex mörk hjá gestunum, en Thea Imani Sturludóttir gerði sjö fyrir Fylki. Einn leikur fer svo fram á morgun þegar Haukar og Fjölnir mætast í Schenker-höllinni klukkan 18:15.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira