Fer eftir líferninu hvort hægt sé að lifa á peningunum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 23:15 Jón Arnór á æfingu með íslenska landsliðinu í sumar. Vísir/Andri Marinó Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjá meira
Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00