Innlent

Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumenn krefjast að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við skyldur þeirra og mikilvægi starfsins.
Lögreglumenn krefjast að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við skyldur þeirra og mikilvægi starfsins.
Allir lögreglumenn á Íslandi voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð.

Á tímabilinu var því enginn í eftirliti og ekki verið að stöðva fólk í umferðinni.  Lögregla sinnti þó brýnum útköllum og beiðnum um aðstoð frá borgurum.

Lögreglumenn hafa verið samningslausir í 141 dag og sýndu samstöðu í verki með aðgerðinni. Lögreglumenn senda samninganefnd ríkisins kveðju og óskir um að farið verði að fullri alvöru í samningaviðræður við Landssamband lögreglumanna, SFR og SLFÍ í næstu viku.

Krefjast lögreglumenn að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við skyldur þeirra og mikilvægi starfsins. Þá vilja þeir einnig fá aftur verkfallsréttindi.

Fréttastofu bárust myndir frá nokkrum lögreglustöðvum á landinu þar sem bílum var lagt fyrir utan á því tímabili sem lögreglumenn unnu að frágangi mála og við skýrslugerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×