Líkamsárásarmál fær endurupptöku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 11:18 Maðurinn var sakfelldur fyrir að berja í bílrúðu með hafnaboltakylfu með þeim afleiðingum að fórnarlambið er nær sjónlaust í dag. Myndin er úr safni og tengist málinu óbeint. vísir/getty Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira