Líkamsárásarmál fær endurupptöku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 11:18 Maðurinn var sakfelldur fyrir að berja í bílrúðu með hafnaboltakylfu með þeim afleiðingum að fórnarlambið er nær sjónlaust í dag. Myndin er úr safni og tengist málinu óbeint. vísir/getty Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent