Verkefnin eru tæplega færri Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. september 2015 00:00 Fyrir helgi kom út skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Gegnumgangandi stef í skýrslunni er að lögreglan sé vegna niðurskurðar illa búin til að sinna öllum sínum verkefnum sem skyldi. „Lögreglan er undirmönnuð og brýnt er að fjölga lögreglumönnum,“ segir í lokaorðum hennar. Kannski er þetta rétt, sem og ábending um að verkefni lögreglu séu síbreytileg og fylgi bæði þjóðfélags- og tækniþróun. Hér hafi margt breyst frá hruni fjármálakerfisins 2008. „Efnahagslífið nálgast óðum fyrri styrk, stóraukið flæði fólks til landsins og vöxtur í ferðaþjónustu kallar á framkvæmdir og hefur í för með sér aukin umsvif á ýmsum sviðum þar sem vitað er að brotastarfsemi getur þrifist,“ segir í skýrslunni. Þarna er hins vegar eingöngu um eigið mat lögreglunnar að ræða og athyglisvert að í skýrslu greiningardeildarinnar er ítrekað vísað til þess að vísbendingar eða grunur sé um hina og þessa tegund brotastarfsemi og jafnvel til óstaðfestra sögusagna í einum brotaflokki. Lögreglunni er falið mikið vald í eftirliti og aðhaldi með borgurunum og setja má spurningarmerki við að auka þau umsvif á meðan starfsemi hennar er jafn ógagnsæ og raun ber vitni. Það verklag að einstökum embættum sé gefið sjálfdæmi um hvernig upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla skuli háttað – jafnvel þannig að stakur lögreglustjóri geti tekið upp hjá sjálfum sér að veita ekki upplýsingar um ákveðna tegund glæpa til þess að halli ekki á bæjarhátíð í umdæminu – er ekki til þess fallið að auka traust á lögreglu eða getu ráðandi aðila þar til að fara með sjálfdæmi um hversu mikil umsvif starfseminnar skuli vera. Ef til vill þarf að skoða mál frá fleiri hliðum áður en komist er að þeirri niðurstöðu að lausn vandans felist í því að stórauka umsvif lögreglu í landinu. Mögulega er fjármunum í einhverjum tilvikum betur varið í forvarnarstarf eða heilbrigðisþjónustu. Tölur um niðurskurð hjá lögreglunni tala samt sínu máli og ljóst að verkefnum embættanna hefur ekki fækkað síðustu ár. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali við morgunútvarp Bylgjunnar í gær að til þess að sinna öllum málum sem upp komi þyrfti tala lögreglumanna sem vinna við rannsóknir hjá embættinu að fara úr fjörutíu í áttatíu. Og að þrátt fyrir fjölgun ferðamanna hafi lögreglumönnum embættisins fækkað um hundrað frá árinu 2007 og fjárframlög á sama tíma verið skorin niður um þúsund milljónir. Aldís tók þannig undir niðurstöður skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að veita þyrfti meira fjármagn til lögreglunnar. Skýrsla greiningardeildarinnar er ágætt innlegg í umræðu um aðbúnað lögreglu og verkefnin sem hún þarf að sinna. Víða hefur verið skorið niður síðustu ár, jafnvel inn að beini. Og eftir því sem hagur ríkisins vænkast er sjálfsagt að athuga hvar hægt er að bæta hag stofnana og embætta á ný. Hvar mörkin liggja í þeirri ígjöf er hins vegar matsatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir helgi kom út skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Gegnumgangandi stef í skýrslunni er að lögreglan sé vegna niðurskurðar illa búin til að sinna öllum sínum verkefnum sem skyldi. „Lögreglan er undirmönnuð og brýnt er að fjölga lögreglumönnum,“ segir í lokaorðum hennar. Kannski er þetta rétt, sem og ábending um að verkefni lögreglu séu síbreytileg og fylgi bæði þjóðfélags- og tækniþróun. Hér hafi margt breyst frá hruni fjármálakerfisins 2008. „Efnahagslífið nálgast óðum fyrri styrk, stóraukið flæði fólks til landsins og vöxtur í ferðaþjónustu kallar á framkvæmdir og hefur í för með sér aukin umsvif á ýmsum sviðum þar sem vitað er að brotastarfsemi getur þrifist,“ segir í skýrslunni. Þarna er hins vegar eingöngu um eigið mat lögreglunnar að ræða og athyglisvert að í skýrslu greiningardeildarinnar er ítrekað vísað til þess að vísbendingar eða grunur sé um hina og þessa tegund brotastarfsemi og jafnvel til óstaðfestra sögusagna í einum brotaflokki. Lögreglunni er falið mikið vald í eftirliti og aðhaldi með borgurunum og setja má spurningarmerki við að auka þau umsvif á meðan starfsemi hennar er jafn ógagnsæ og raun ber vitni. Það verklag að einstökum embættum sé gefið sjálfdæmi um hvernig upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla skuli háttað – jafnvel þannig að stakur lögreglustjóri geti tekið upp hjá sjálfum sér að veita ekki upplýsingar um ákveðna tegund glæpa til þess að halli ekki á bæjarhátíð í umdæminu – er ekki til þess fallið að auka traust á lögreglu eða getu ráðandi aðila þar til að fara með sjálfdæmi um hversu mikil umsvif starfseminnar skuli vera. Ef til vill þarf að skoða mál frá fleiri hliðum áður en komist er að þeirri niðurstöðu að lausn vandans felist í því að stórauka umsvif lögreglu í landinu. Mögulega er fjármunum í einhverjum tilvikum betur varið í forvarnarstarf eða heilbrigðisþjónustu. Tölur um niðurskurð hjá lögreglunni tala samt sínu máli og ljóst að verkefnum embættanna hefur ekki fækkað síðustu ár. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali við morgunútvarp Bylgjunnar í gær að til þess að sinna öllum málum sem upp komi þyrfti tala lögreglumanna sem vinna við rannsóknir hjá embættinu að fara úr fjörutíu í áttatíu. Og að þrátt fyrir fjölgun ferðamanna hafi lögreglumönnum embættisins fækkað um hundrað frá árinu 2007 og fjárframlög á sama tíma verið skorin niður um þúsund milljónir. Aldís tók þannig undir niðurstöður skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að veita þyrfti meira fjármagn til lögreglunnar. Skýrsla greiningardeildarinnar er ágætt innlegg í umræðu um aðbúnað lögreglu og verkefnin sem hún þarf að sinna. Víða hefur verið skorið niður síðustu ár, jafnvel inn að beini. Og eftir því sem hagur ríkisins vænkast er sjálfsagt að athuga hvar hægt er að bæta hag stofnana og embætta á ný. Hvar mörkin liggja í þeirri ígjöf er hins vegar matsatriði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun