Ísland dýrt fyrir alla nema Norðmenn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2015 07:00 Kaj-Tore Nilsen segir verðlag á Íslandi sanngjarnt og alls ekki svo hátt – að minnsta kosti ekki miðað við föðurland hans Noreg. vísir/anton brink Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira