Umfjöllun og viðtöl: Fram - Víkingur 24-19 | Fram lagði nýliðana Guðmundur Marinó Ingvarsson í Framhúsinu skrifar 14. september 2015 22:00 Markverðir Víkings. Vísir/Stefán Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira