Steineggin í Gleðivík orðin aðdráttarafl á Djúpavogi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2015 23:00 Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira