Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi.
Þetta kom fram í ræðu Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, á Alþingi í morgun en fagráðherrar ríkisstjórnarinnar fara ný yfir fjárlagafrumvarp næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið.
Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér en það sem af er ári. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu 154 um hæli á Íslandi. Það er 66% aukning frá sama tíma árið áður og má búast við að enn fleiri sæki um hæli hér áður en árið er úti.
Til að setja tölurnar í samhengi þá sóttu 35 mann sum hæli á Íslandi árið 2009 og 50 árið 2010. Tölurnar ná aðeins yfir hælisleitendur en ekki yfir kvótaflóttafólk sem stjórnvöld taka á móti.

