Lífið

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Ísland got talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið að gerast hjá sigurvegara Ísland Got Talent.
Mikið að gerast hjá sigurvegara Ísland Got Talent. vísir/andri marinó
Stöð 2 leitar að fólki á öllum aldri sem hafa einstaka hæfileika til að syngja, dansa, leika á hljóðfæri, sýna töfrabrögð, fara með uppistand eða annað sem mun heilla þjóðina.

„Það sem af er skráningu hafa viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og úrvalið mjög fjölbreytt enda er fólk farið að þekkja þættina enda erum við að hefja þriðju þáttröð. Skráning er í fullum gangi og hæfileikaríkir landsmenn eru spenntir fyrir nýrri þáttaröð, núna fer hver að verða síðastur að skrá sig því að í næstu viku hefjast forprufur hrininn í kringum landið“ segir Gísli Berg yfirframleiðandi 365 miðla en hér er hægt að skrá sig í keppnina.

Það er til mikils að vinna því að sigurvegarinn fær tíu milljónir íslenskra króna ásamt árs samning við 365.

Alda Dís sigurvegari Ísland got talent frá því í fyrra hefur heldur betur ekki setið auðum höndum og var að gefa út nýtt lag Rauða nótt sem var að komast í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar og tonlist.is. 

„Einnig höfum við boðið uppá þann möguleika á að senda myndbönd póstfangið talent@stod2.is fyrir þá sem komast ekki í forprufurnar og hefur það reynst vel frá því í fyrra,“ segir Gísli.



Áheyrnaprufur verða sem hér segir:Akureyri, 12. september. Rósenborg kl. 11.

Egilsstaðir, 13. september. Valaskjálf kl. 11.

Höfn í Hornafirði, 14. september. Heppuskóli kl. 14.

Vestmannaeyjar, 15. september. Höllin kl. 14.

Ísafjörður, 17. september. Edinborgarhúsið kl. 14.

Reykjavík, 19. september. Fjölbrautaskólinn Breiðholti kl. 10. 

Ísland got talent hefst í janúar á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.