Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2015 08:00 Sæfari sigldi ekki alltaf lygnan sjó í sumar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
„Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira