Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 31-25 | Fjórði sigur Eyjakvenna í röð Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 29. september 2015 20:15 Úr leik Stjörnunnar. Vísir/Anton Eyjastúlkur söltuðu Stjörnukonur með 31 marki gegn 25 í kvöld en vörn ÍBV var frábær allan leikinn og sóknin enn betri og áttu gestirnir úr Garðabænum aldrei séns. ÍBV hafði byrjað tímabilið mjög vel en Eyjakonur voru með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum. Stjörnuliðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Gróttu en unnu hina tvo leiki sína hingað til. Í upphafi leiks gáfu Eyjakonur tóninn og komust þremur mörkum yfir mjög snemma. Markvarslan var í fyrirrúmi í byrjun leiks en markverðir beggja liða áttu stórkostlegar fyrstu mínútur. Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður Eyjakvenna, átti frábæran leik á milli stanganna en hún varði 18 skot í dag, þar af eitt vítakast. Strax í fyrri hálfleik var hún komin með tíu varin skot en hún átti stóran þátt í sigri stelpnanna í dag. Florentina Stanciu átti ekki síðri leik í markinu hjá Stjörnunni en hún var að spila gegn sínum gömlu félögum. Hún varði tvö vítaköst og sautján önnur skot í leiknum en hún hélt sínum stelpum á floti mest allan leikinn. Góður kafli Eyjastúlkna um miðbik fyrri hálfleiks gerði mikið en þær röðuðu mörkunum á gestina. Þar sýndu þær allar sínar bestu hliðar en vörnin var óaðfinnanleg á þeim tíma. Þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði sjö mörkum en þá var orðið ljóst að gestirnir myndu ekki koma til baka úr þessu. Helena Rut Örvarsdóttir hefur margoft átt betri leiki en í kvöld. Liðsfélagar hennar leituðu oft til hennar þegar þær þurftu að skjóta á markið en Helena átti fjórtán skot í leiknum en einungis fjögur þeirra fóru í netið. Í síðari hálfleik var aldrei útlit fyrir það að Stjarnan myndi komast aftur inn í leikinn, Eyjastúlkur röðuðu gjörsamlega mörkum á þær. Leikurinn var hraður og við þennan hraða réðu Stjörnustúlkur ekki. Hrafnhildur Skúladóttir spilaði allan leikinn á 8-9 leikmönnum sem eru algjör kjarni í liðinu. Fá lið í deildinni geta sagst vera með betri kjarna en þetta ÍBV-lið sem ætlar sér stóra hluti í vetur. Einungis fimm leikmenn skoruðu þessi mörk Eyjakvenna, Vera Lopes skoraði flest eða átta stykki. Fast á hæla hennar fylgdu Telma Amado og Ester Óskarsdóttir sem gerðu sjö. Greta Kavaliuskaite er nýr leikmaður ÍBV en hún hóf leikinn á bekknum í dag. Hún tekur mikið af skotum en er gríðarlega stór og spilar boltanum vel. Hjá Stjörnunni skoruðu þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir sex mörk hvor. Helena Rut náði sér eins og áður segir ekki á strik en hún gerði einungis fjögur mörk líkt og Þórhildur Gunnarsdóttir. Halldór: Vorum ekki tilbúnar„Við komum einfaldlega ekki tilbúnar í þennan leik, það er ekki hægt á móti ÍBV,“ sagði Halldór Ingólfsson, annar þjálfara Stjörnunnar eftir tap úti í Eyjum. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleiks virtist gera útaf við Stjörnuna í dag. „Við vorum að missa leikmenn útaf í hrönnum á kafla í fyrri hálfleik. Á því tímabili náðu þær sex marka forystu, sem var erfitt að brúa.“ „Vandamálið hjá okkur var að við vorum ekki tilbúnar, komum ekki með baráttu og vilja.“ Stjarnan spilaði frábæran varnarleik gegn Val í síðustu umferð en hann var ekki sjáanlegur í dag. „Langt því frá, þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Það þýðir ekki að spila góðan varnarleik, í einn leik og vera síðan ekki á staðnum í næsta leik.“ Stjarnan hefur byrjað tímabilið á tveimur sigrum og tveimur töpum sem hafa komið gegn Stjörnunni og Gróttu. „Ég hefði viljað vera með tveimur stigum meira í dag en við verðum bara að vinna úr því.“ Hrafnhildur: Þetta er framar væntingum„Ég er alveg gríðarlega ánægð og það var virkilega mikilvægt að vinna,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari Eyjakvenna, í viðtali eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld. „Við erum komnar fjórum stigum á undan Stjörnunni núna sem er frábært fyrir okkur. Við erum búnar með Fram og Stjörnuna og þetta er ótrúlega sterkt.“ „Ég átti samt von á þessu, þær eru búnar að vera hrikalega öflugar á æfingum undanfarið. Þetta er ógeðslega flottur hópur sem ég er með.“ Eyjastelpur byrjuðu leikinn mjög vel og héldu sama tempói út allan leikinn. „Þannig var planið, við byrjuðum eftir 30 mínútur síðast og við ákváðum að byrja frá fyrstu mínútu núna.“ Eyjastúlkur hafa byrjað tímabilið vel og eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, þrátt fyrir að liðið sé búið að spila við Gróttu og Stjörnuna. „Ef satt skal segja, þá bjóst ég ekki við að vera með fullt hús stiga eftir þessar fjórar umferðir. Þetta er framar væntingum, alveg klárlega.“ Markvarslan og vörn ÍBV í leiknum var mjög góð, en þá fengu stelpurnar hraðaupphlaupin sem þær spila upp á. „Stórkostlegur varnarleikur og Erla frábær fyrir aftan, eins og ég segi kom þetta mér ekki á óvart. Þær eru búnar að vera svona á æfingum og þetta var það sem ég bjóst við.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Eyjastúlkur söltuðu Stjörnukonur með 31 marki gegn 25 í kvöld en vörn ÍBV var frábær allan leikinn og sóknin enn betri og áttu gestirnir úr Garðabænum aldrei séns. ÍBV hafði byrjað tímabilið mjög vel en Eyjakonur voru með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum. Stjörnuliðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Gróttu en unnu hina tvo leiki sína hingað til. Í upphafi leiks gáfu Eyjakonur tóninn og komust þremur mörkum yfir mjög snemma. Markvarslan var í fyrirrúmi í byrjun leiks en markverðir beggja liða áttu stórkostlegar fyrstu mínútur. Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður Eyjakvenna, átti frábæran leik á milli stanganna en hún varði 18 skot í dag, þar af eitt vítakast. Strax í fyrri hálfleik var hún komin með tíu varin skot en hún átti stóran þátt í sigri stelpnanna í dag. Florentina Stanciu átti ekki síðri leik í markinu hjá Stjörnunni en hún var að spila gegn sínum gömlu félögum. Hún varði tvö vítaköst og sautján önnur skot í leiknum en hún hélt sínum stelpum á floti mest allan leikinn. Góður kafli Eyjastúlkna um miðbik fyrri hálfleiks gerði mikið en þær röðuðu mörkunum á gestina. Þar sýndu þær allar sínar bestu hliðar en vörnin var óaðfinnanleg á þeim tíma. Þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði sjö mörkum en þá var orðið ljóst að gestirnir myndu ekki koma til baka úr þessu. Helena Rut Örvarsdóttir hefur margoft átt betri leiki en í kvöld. Liðsfélagar hennar leituðu oft til hennar þegar þær þurftu að skjóta á markið en Helena átti fjórtán skot í leiknum en einungis fjögur þeirra fóru í netið. Í síðari hálfleik var aldrei útlit fyrir það að Stjarnan myndi komast aftur inn í leikinn, Eyjastúlkur röðuðu gjörsamlega mörkum á þær. Leikurinn var hraður og við þennan hraða réðu Stjörnustúlkur ekki. Hrafnhildur Skúladóttir spilaði allan leikinn á 8-9 leikmönnum sem eru algjör kjarni í liðinu. Fá lið í deildinni geta sagst vera með betri kjarna en þetta ÍBV-lið sem ætlar sér stóra hluti í vetur. Einungis fimm leikmenn skoruðu þessi mörk Eyjakvenna, Vera Lopes skoraði flest eða átta stykki. Fast á hæla hennar fylgdu Telma Amado og Ester Óskarsdóttir sem gerðu sjö. Greta Kavaliuskaite er nýr leikmaður ÍBV en hún hóf leikinn á bekknum í dag. Hún tekur mikið af skotum en er gríðarlega stór og spilar boltanum vel. Hjá Stjörnunni skoruðu þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir sex mörk hvor. Helena Rut náði sér eins og áður segir ekki á strik en hún gerði einungis fjögur mörk líkt og Þórhildur Gunnarsdóttir. Halldór: Vorum ekki tilbúnar„Við komum einfaldlega ekki tilbúnar í þennan leik, það er ekki hægt á móti ÍBV,“ sagði Halldór Ingólfsson, annar þjálfara Stjörnunnar eftir tap úti í Eyjum. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleiks virtist gera útaf við Stjörnuna í dag. „Við vorum að missa leikmenn útaf í hrönnum á kafla í fyrri hálfleik. Á því tímabili náðu þær sex marka forystu, sem var erfitt að brúa.“ „Vandamálið hjá okkur var að við vorum ekki tilbúnar, komum ekki með baráttu og vilja.“ Stjarnan spilaði frábæran varnarleik gegn Val í síðustu umferð en hann var ekki sjáanlegur í dag. „Langt því frá, þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Það þýðir ekki að spila góðan varnarleik, í einn leik og vera síðan ekki á staðnum í næsta leik.“ Stjarnan hefur byrjað tímabilið á tveimur sigrum og tveimur töpum sem hafa komið gegn Stjörnunni og Gróttu. „Ég hefði viljað vera með tveimur stigum meira í dag en við verðum bara að vinna úr því.“ Hrafnhildur: Þetta er framar væntingum„Ég er alveg gríðarlega ánægð og það var virkilega mikilvægt að vinna,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari Eyjakvenna, í viðtali eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld. „Við erum komnar fjórum stigum á undan Stjörnunni núna sem er frábært fyrir okkur. Við erum búnar með Fram og Stjörnuna og þetta er ótrúlega sterkt.“ „Ég átti samt von á þessu, þær eru búnar að vera hrikalega öflugar á æfingum undanfarið. Þetta er ógeðslega flottur hópur sem ég er með.“ Eyjastelpur byrjuðu leikinn mjög vel og héldu sama tempói út allan leikinn. „Þannig var planið, við byrjuðum eftir 30 mínútur síðast og við ákváðum að byrja frá fyrstu mínútu núna.“ Eyjastúlkur hafa byrjað tímabilið vel og eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, þrátt fyrir að liðið sé búið að spila við Gróttu og Stjörnuna. „Ef satt skal segja, þá bjóst ég ekki við að vera með fullt hús stiga eftir þessar fjórar umferðir. Þetta er framar væntingum, alveg klárlega.“ Markvarslan og vörn ÍBV í leiknum var mjög góð, en þá fengu stelpurnar hraðaupphlaupin sem þær spila upp á. „Stórkostlegur varnarleikur og Erla frábær fyrir aftan, eins og ég segi kom þetta mér ekki á óvart. Þær eru búnar að vera svona á æfingum og þetta var það sem ég bjóst við.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira