Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2015 14:21 Aron Jóhannsson spilar vonandi næsta leik með Werder Bremen. vísir/getty Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen í þýsku 1. deildinni í fótbolta, er staddur á Íslandi þessa dagana til að fylgja ömmu sinni, Jónu Gróu Sigurðardóttur, til grafar. Amma hans lést 17. september, en í minningargrein föður hans, Jóhanns Gíslasonar, um tengdamóður sína í Morgunblaðinu í dag segir hann frá því hversu mikinn áhuga Jóna Gróa hafði á Aroni og knattspyrnuferli hans. Aron gat ekki spilað með Werder Bremen í 3-0 tapi liðsins gegn Bayer Leverkusen um síðustu helgi vegna meiðsla og æfði einn á sunnudaginn áður en hann hélt heim til Íslands í gærmorgun. „Á fimmtudaginn mun læknir liðsins skoða Aron og þá verður ákveðið hvort hann geti hafið æfingar að fullu,“ segir Marita Hanke, fjölmiðlafulltrúi Bremen, við fréttasíðu MLS-deildarinnar. Aron er meiddur í nára, en þýska blaðið Kicker greindi frá því í gær að Viktor Skripnik, þjálfari Werder Bremen, er vongóður um að Aron verði til taks fyrir ferðina til Hannover á laugardaginn. Aron er búinn að skora tvö mörk í fjórum leikjum fyrir Bremen-liðið sem er í 13. sæti þýsku 1. deildarinnar eftir þrjú töp í röð. Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen í þýsku 1. deildinni í fótbolta, er staddur á Íslandi þessa dagana til að fylgja ömmu sinni, Jónu Gróu Sigurðardóttur, til grafar. Amma hans lést 17. september, en í minningargrein föður hans, Jóhanns Gíslasonar, um tengdamóður sína í Morgunblaðinu í dag segir hann frá því hversu mikinn áhuga Jóna Gróa hafði á Aroni og knattspyrnuferli hans. Aron gat ekki spilað með Werder Bremen í 3-0 tapi liðsins gegn Bayer Leverkusen um síðustu helgi vegna meiðsla og æfði einn á sunnudaginn áður en hann hélt heim til Íslands í gærmorgun. „Á fimmtudaginn mun læknir liðsins skoða Aron og þá verður ákveðið hvort hann geti hafið æfingar að fullu,“ segir Marita Hanke, fjölmiðlafulltrúi Bremen, við fréttasíðu MLS-deildarinnar. Aron er meiddur í nára, en þýska blaðið Kicker greindi frá því í gær að Viktor Skripnik, þjálfari Werder Bremen, er vongóður um að Aron verði til taks fyrir ferðina til Hannover á laugardaginn. Aron er búinn að skora tvö mörk í fjórum leikjum fyrir Bremen-liðið sem er í 13. sæti þýsku 1. deildarinnar eftir þrjú töp í röð.
Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira