Lífið

RIFF að ná hápunkti - Heiðursgestirnir mættir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemmning var á sjónrænni matarveislu RIFF.
Mikil stemmning var á sjónrænni matarveislu RIFF. Mynd Julie Rowland
RIFF hátíðin er nú að hápunkti sínum en von er á heiðursgestum hátíðarinnar til landsins í dag og á morgun.

Í kvöld verður nýjasta mynd Margarethe von Trotta Í týndum heimi sýnd klukkan 19.30 í Bíó Paradís en eftir sýningu myndarinnar mun frú Vigdís Finnbogadóttir leiða umræður og spjall við von Trottu. Á morgun klukkan 15 verður svo opið meistaraspjall þar sem gestum gefst tækifæri að kynnast verkum hennar, vinnuaðferðum og persónusköpun.

David Cronenberg mun svo koma til landsins á morgun og mun svara spurningum áhorfenda eftir sýningu myndarinnar Crash klukkan  sex annað kvöld í Háskólabíó. Cronenberg mun svo standa fyrir opnu meistaraspjalli í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13 á miðvikudag. Þau von Trotta og Cronenberg munu svo á miðvikudag hljóta heiðursverðlaun RIFF-hátíðarinnar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Hátíðin á von á hátt 100 erlendum gestum í vikunni, bæði þátttakendur í Talent Lab smiðju hátíðarinnar, leikstjórum mynda á henni og fagfólki sem sæki sérstaka bransadagadagskrá RIFF sem hefjast mun á miðvikudag.

Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að aðsókn hafi verið með miklum ágætum. Uppselt hefur verið á talsvert af atburðum og er fólk hvatt til að tryggja sér miða á vinsælar sýningar með fyrirvara inn á heimasíðu hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×