Kiddi Magg hittir ekkert nema loft eftir gullfallega sendingu Gumma Ben | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 13:30 Gummi Ben með boltann. mynd/skjáskot Meistaraflokkur KR í knattspyrnu karla tók því létt á æfingu liðsins í hádeginu og skellti sér í körfubolta á parketi Íslandsmeistaranna. Sindri Snær Jenson, tískufrömuður og varamarkvörður KR, var með virkilega skemmtilega beina lýsingu frá leiknum á Twitter eins og sjá má hér. Í öðru liðinu voru Óskar Örn Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Logi Magnússon, Hólmbert Aron Friðjólsson, Skúli Jón Friðgeirsson og Bjarni Guðjónsson. Á móti þeim voru Jónas Guðni Sævarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Almarr Ormarsson og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Benediktsson. Óskar Örn Hauksson, framherji KR-inga, kemur úr Njarðvík og kann því ýmislegt fyrir sér í körfubolta. Njarðvík er auðvitað sigursælasta félag íslenska körfuboltans. Hann setti niður silkimjúkan þrist:Skari með mjööög snyrtilegan þrist #KRKarfapic.twitter.com/zlWyAJFYT7 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur svo sannarlega hæðina í að spila körfubolta. Hann jafnaði leikinn með snyrtilegu sniðskoti:Þú kennir ekki hæð sagði einhver snillingurinn. Staðan 8-8. Grétar með lay up. pic.twitter.com/wF8MQU2urj — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Óskar Örn Hauksson hefur fengið viðurnefnið Air Canada í sumar vegna stökkkraftsins sem hann kom með í handfarangri frá Kanada fyrir tímabilið. Hann varði skot Almarrs Ormarssonar með tilþrifum:Skari með gott blokk á Almarr. pic.twitter.com/jWrixu0xD8 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Fyndnasta atvik leiksins var þó klárlega þegar Kristinn Magnússon hitti ekkert nema loft eftir geggjaða sendingu frá aðstoðarþjálfaranum Guðmundi Benediktssyni. Menn verða að minnsta kosti að hitta hringinn eftir svona sendingar!AIR BALL frá @kiddijmagg eftir magnaða sendingu frá @GummiBenpic.twitter.com/6rjXsVeiCE — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Gummi Ben virðist kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta:Skemmtilegar hreyfingar og 2 stig frá @GummiBenpic.twitter.com/bpN5BGvK7Y — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Þrátt fyrir loftboltann hjá Kidda Magg stóð liðið hans uppi sem sigurvegari..@sindrijensson 40-39 sigur hjá Jónasi, @Gretarsigfinnur@kiddijmagg@AronBjarki@almarrormars & @gummisig54 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Íslenski körfuboltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Meistaraflokkur KR í knattspyrnu karla tók því létt á æfingu liðsins í hádeginu og skellti sér í körfubolta á parketi Íslandsmeistaranna. Sindri Snær Jenson, tískufrömuður og varamarkvörður KR, var með virkilega skemmtilega beina lýsingu frá leiknum á Twitter eins og sjá má hér. Í öðru liðinu voru Óskar Örn Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Logi Magnússon, Hólmbert Aron Friðjólsson, Skúli Jón Friðgeirsson og Bjarni Guðjónsson. Á móti þeim voru Jónas Guðni Sævarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Almarr Ormarsson og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Benediktsson. Óskar Örn Hauksson, framherji KR-inga, kemur úr Njarðvík og kann því ýmislegt fyrir sér í körfubolta. Njarðvík er auðvitað sigursælasta félag íslenska körfuboltans. Hann setti niður silkimjúkan þrist:Skari með mjööög snyrtilegan þrist #KRKarfapic.twitter.com/zlWyAJFYT7 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur svo sannarlega hæðina í að spila körfubolta. Hann jafnaði leikinn með snyrtilegu sniðskoti:Þú kennir ekki hæð sagði einhver snillingurinn. Staðan 8-8. Grétar með lay up. pic.twitter.com/wF8MQU2urj — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Óskar Örn Hauksson hefur fengið viðurnefnið Air Canada í sumar vegna stökkkraftsins sem hann kom með í handfarangri frá Kanada fyrir tímabilið. Hann varði skot Almarrs Ormarssonar með tilþrifum:Skari með gott blokk á Almarr. pic.twitter.com/jWrixu0xD8 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Fyndnasta atvik leiksins var þó klárlega þegar Kristinn Magnússon hitti ekkert nema loft eftir geggjaða sendingu frá aðstoðarþjálfaranum Guðmundi Benediktssyni. Menn verða að minnsta kosti að hitta hringinn eftir svona sendingar!AIR BALL frá @kiddijmagg eftir magnaða sendingu frá @GummiBenpic.twitter.com/6rjXsVeiCE — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Gummi Ben virðist kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta:Skemmtilegar hreyfingar og 2 stig frá @GummiBenpic.twitter.com/bpN5BGvK7Y — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Þrátt fyrir loftboltann hjá Kidda Magg stóð liðið hans uppi sem sigurvegari..@sindrijensson 40-39 sigur hjá Jónasi, @Gretarsigfinnur@kiddijmagg@AronBjarki@almarrormars & @gummisig54 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015
Íslenski körfuboltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira