Nærri helmingur félagsmanna SFR hefur greitt atkvæði um verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2015 18:54 Frá fundi á Landspítalanum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. mynd/sfr Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia. Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08
Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45