Nærri helmingur félagsmanna SFR hefur greitt atkvæði um verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2015 18:54 Frá fundi á Landspítalanum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. mynd/sfr Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia. Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08
Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45