Innlent

Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf

sunna karen sigurþórsdótitr skrifar
vísir/vilhelm
Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag.

Áætlað er að hefja allsherjarverkfall hinn 15. október ef ekki semst og mun sú törn standa í ákveðna daga í október og nóvember hjá félagsmönnum SFR á öllum stofnunum, eða um 3500 manns. Þá mun starfsfólk sýslumannsembættanna, tollstjóra, ríkisskattstjóra og Landspítala leggja alfarið niður störf frá og með 15. október. Verkfallið kemur til með að hafa áhrif á útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og aðra þjónustu, að því er segir í tilkynningu frá SFR.

Síðasti fundur samninganefnda SFR, SLFÍ og LL með sáttasemjara var um miðja viku, en skilaði litlu. Ekki hefur verið boðaður annar fundur.

SFR er stéttarfélag í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands og Landsambands lögreglumanna í kjarasamningsviðræðunum og eru verkföll sjúkraliða skipulögð á sama tíma og SFR félaga. Sameiginlegt verkfall þessara félaga á Landspítalanum mun þýða að rúmlega 1000 manns leggja niður störf þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×