Fær leiðréttingu þrátt fyrir að hafa aldrei átt fasteignina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 12:48 Frá fundinum í Hörpu er forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilkynntu um leiðréttinguna. Þeir tengjast fréttinni ekki að öðru leiti en því að hafa komið leiðréttingunni á fót. vísir/gva Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00