Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2015 14:27 Hinn góðkunni stórlaxaveiðimaður Nils Folmer með stórlax úr Nesi Veiðum er lokið á veiðisvæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal og það verður ekki ennað sagt en að vel hafi gengið þar í sumar. Eins og við höfum greint frá er þetta svæði þekkt fyrir stórlaxa og það er eftirsótt sem slíkt hjá veiðimönnum enda fara veiðimenn ekki þangað í leit að magni heldur gæðum, þ.e.a.s. stærðum á laxinum sem liggur þarna í hyljum Laxár. Í heildina komu 405 laxar á land sem er kannski ekki svo há veiðitala en það sem slær allt annað út er að meðallengdin á löxunum sem þarna veiddust í sumar er um 80 sm og það er líklega erfitt að toppa það. Stærsti laxinn var 12.6 kíló og þeir voru allnokkrir um eða yfir 100 sm og sömuleiðis margir sem komu á land sem voru 90-100 sm. Það er mikil ásókn í veiðidaga á Nesi og mörg hollin sem mæta ár eftir ár og þeir hópar hafa þegar fest sína daga. Erlendum veiðimönnum fjölgar á svæðinu þar sem hróður þess er vel þekktur um veiðiheiminn bæði hérlendis og erlendis. Þeir sem hafa hig á að fá daga þarna að ári ættu að fara setja sig í samband við söluaðila. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði
Veiðum er lokið á veiðisvæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal og það verður ekki ennað sagt en að vel hafi gengið þar í sumar. Eins og við höfum greint frá er þetta svæði þekkt fyrir stórlaxa og það er eftirsótt sem slíkt hjá veiðimönnum enda fara veiðimenn ekki þangað í leit að magni heldur gæðum, þ.e.a.s. stærðum á laxinum sem liggur þarna í hyljum Laxár. Í heildina komu 405 laxar á land sem er kannski ekki svo há veiðitala en það sem slær allt annað út er að meðallengdin á löxunum sem þarna veiddust í sumar er um 80 sm og það er líklega erfitt að toppa það. Stærsti laxinn var 12.6 kíló og þeir voru allnokkrir um eða yfir 100 sm og sömuleiðis margir sem komu á land sem voru 90-100 sm. Það er mikil ásókn í veiðidaga á Nesi og mörg hollin sem mæta ár eftir ár og þeir hópar hafa þegar fest sína daga. Erlendum veiðimönnum fjölgar á svæðinu þar sem hróður þess er vel þekktur um veiðiheiminn bæði hérlendis og erlendis. Þeir sem hafa hig á að fá daga þarna að ári ættu að fara setja sig í samband við söluaðila.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði