Þetta hefur sannarlega verið erfið vika fyrir meirihlutann í borginni. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær tvær tillögur um að draga til baka vikugamla samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Óhætt er að segja að fáar tillögur hafa valdið jafn miklum titringi en mikill hitafundur átti sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í gærkvöldi þar sem kallað var eftir afsögn borgarstjóra og hörð ummæli voru látin falla. Meðal annars dró Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram nasistasamlíkingu á fundinum sem hún hefur útskýrt frekar á Facebook-síðu sinni.Borgarstjórnarfundi er lokið. Ég varð fyrir vonbrigðum með það hvernig meirihlutinn hagaði málflutningi sínum. En svona...Posted by Áslaug Friðriksdóttir on Tuesday, September 22, 2015Tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur og var hún samþykkt á síðasta borgarstjórnarfundi Bjarkar sem borgarfulltrúa Samfylkingarinnar 15. september síðastliðinn. Tillagan sneri að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Tillagan hafði ekki verið útfærð frekar. Til að mynda kom ekki fram hversu víðtæk hún yrði og var innkaupadeild Reykjavíkurborgar falið að útfæra sniðgönguna ásamt lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Sjá einnig: Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar Degi eftir að tillagan hafði verið samþykkt í borgarstjórn benti Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður á að ákvörðunin væri ekki í samræmi við gildandi lög. Sagði hann Reykjavíkurborg ekki hafa heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. Fljótlega fóru að heyrast mikil andmæli frá Ísraelsmönnum, meðal annarra Emmanuel Nachson, embættismanni ísraelska utanríkisráðuneytisins. Föstudaginn 18. september viðurkenndi Dagur að borgarstjórn hefði gert mistök með því að samþykkja tillöguna svo lítt útfærða. Síðar sagði Dagur að það hefðu verið mistök að stilla málinu upp sem kveðjugjöf til Bjarkar Vilhelmsdóttur.Sjá einnig: Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöfUtanríkisráðuneytið áréttaði að ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og væri ekki til marks um tengsl Íslands við Ísrael.Hér fyrir neðan má sjá viðtal Harmageddon við borgarstjórann vegna málsins mánudaginn 21. september.Tíðindamikill laugardagur Laugardaginn 19. september dró heldur betur til tíðinda í málinu. Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann gagnrýndi ákvörðun borgarstjórnarinnar og spurði meðal annars hvort sniðganga borgarinnar myndi ná til lyfja fyrir MS-sjúklinga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri steig svo fram síðar sama dag og greindi frá því að borgarstjórn myndi draga tillöguna til baka. Á þeim tíma var ekki vitað að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion-banka, hefði áframsent bréf á borgarstjórann frá fjárfestinum Eggerti Dagbjartssyni. Í bréfinu segir Eggert að margir þeirra aðila sem beri ábyrgð á góðu gengi byggingu hótels við Hörpu séu bandarískir gyðingar og séu sem slíkir líklegir til þess að styðja Ísraelsríki. Eggert nefnir fjárfestana Ian Schrager og Dick Friedman sem dæmi og segist vona að tillagan verði dregin til baka áður en þeir frétti af henni. „Ef það er eitthvað sem þú getur gert til að hafa áhrif á málið og fá þetta dregið til baka, ætti það að vera gert eins fljótt og hægt er,“ skrifar Eggert í bréfinu. Höskuldur sendi bréf Eggerts í heild sinni til borgarstjóra og skrifar með því að málið sé „ákaflega óheppilegt“ og segist telja að sambærilegar athugasemdir muni berast bankanum vegna annarra verkefna.Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company, sem hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum, ætlar að byggja hótelið á Hörpureitnum með aðkomu fleiri fjárfesta. Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Sjá einnig: Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í ÍsraelsmálinuSama dag kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram í fréttum þar sem hann sagði þessa samþykkt borgarstjórnar hafa mikil áhrif og að hann vissi um stór verkefni sem geti verið í hættu vegna hennar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við forsætisráðherrann í þættinum Eyjunni þar sem hann tjáir sig um málið.DV sló því síðan upp á forsíðu sinni í gær að samþykkt borgarstjórnar ógnaði byggingu hótels við Hörpureitinn og hafði það eftir heimilldarmönnum sínum. RÚV greindi síðar frá bréfinu sem Höskuldur bankastjóri áframsendi til borgarstjórans frá fjárfestinum Eggerti. Bréfið var síðan gert opinbert og var eitt af aðalumfjöllunarefnum aukafundar borgarstjórnar í gærkvöldi þar sem tillagan var rædd og að lokum dregin til baka.Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram.Vísir/VilhelmSamþykktar voru tvær samhljóða tillögur, annars vegar tillaga meirihlutans, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, og tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Í tillögu meirihlutans kom fram að tillagan yrði dregin til baka en í greinargerð sem fylgdi með henni er kveðið á um að áður en teknar verða ákvarðanir um næstu skref skal leita frekari ráðgjafar Kaupmannahafnar og annarra höfuðborga Norðurlanda. Jafnframt skal hafa samráð við utanríkisráðuneytið. Tillaga minnihlutans fólst í því að lágmarka þann skaða sem samþykkt meirihluta borgarstjórnar hefur haft í för með sér fyrir orðspor og viðskipti Íslands við önnur lönd.Margir hafa lýst skoðunum sínum á málinu sem verður að teljast afar eldfimt. Til að mynda Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Á Facebook-síðu sinni Hún benti á að verðmæti útflutnings Íslands til Ísraels í júlí á þessu ári hefði numið 12,6 milljónum króna. Heildarverðmæti útflutnings Íslands í þeim mánuði hefði numið 51,9 milljörðum og því nam útflutningur Íslands til Ísraels 0,02 prósentu af heildarverðmætinu í júlí. Meðlimir minnihlutans kölluðu eftir því á aukafundinum í gær að lagt yrði mat á þann skaða sem hefði hlotist af þessari tillögu og tekur Líf Magneudóttir undir þá tillögu. „Ég vil í alvöru vita hver hann er af þessari tillögu sem aldrei kom til framkvæmda. Og svo spyr maður sig ... fjárhagslegt tjón? Hvað er það þegar við setjum það í samhengi við mannréttindi og ójöfnuð heimsins?“Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson benti á að borgarstjórn Leicester í Bretlandi hefði samþykkt viðskiptabann í fyrra þar sem skýrt var tekið fram að það beindist gegn hernámssvæðum Ísraela. Stefán segir þá tillögu hafa verið úthrópaða á sama hátt fyrir gyðingahatur af ákveðnum öflum. „Menn eiga ekki að blekkja sig á því að viðbrögðin hér hefðu orðið á nokkurn hátt önnur þótt texti tillögunnar hefði verið slípaður til.“Þá segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Stundarinnar, versta lærdóminn af þessu máli vera þann að meirihluti Reykjavíkurborgar lét undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og endurskoðaði ákvörðun sem meirihlutinn virtist hafa tekið í góðri trú út frá ákveðnum prinsippi.Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingurVísirEkkert sem bendir til þess að Dagur víkiÞetta hefur því sannarlega verið erfið vika fyrir borgarstjórann og meirihlutann. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir þó að allt tal um að boða eigi til kosninga og kjósa upp á nýtt sé út í loftið. „Í lögum er ekki gert ráð fyrir sveitarstjórnarkosningum nema á fjögurra ára fresti. Þannig að það er auðvitað ekki í myndinni að kjósa upp á nýtt núna,“ segir Stefanía. Hún segir heldur ekkert benda til þess meirihlutinn í borginni komi sér saman um að víkja borgarstjóranum frá og fá einhvern annan í hans stað. „Andstæðingar hans í pólitík reyna auðvita að gera sér mat úr þeirri staðreynd að meirihlutinn undir stjórn Dags virðist hafi skorað sjálfsmark í þessu máli. Slíkt er klassískt viðbragð í samkeppni flokkanna um fylgi og völd.“Dagur í ákveðinni klípu Þegar Stefanía er spurð hvort hún telji að Dagur hafi veikt pólitíska stöðu sína segir hún að Dagur sé í ákveðinni klípu. „Með því að viðurkenna mistök og draga tillögu um sniðgöngu til baka veldur hann áköfum stuðningsmönnum Palestínu greinilega vonbrigðum. Á þeim er að heyra að það sé algjör undirlægjuháttur að lúffa fyrir þeim sem vilja fara varlega í að styggja gyðinga og Ísrael. En á móti kemur að margir aðrir kunna vel að meta að hann viðurkenni mistök og dragi tillöguna til baka.“ Hún segir að mistök meirihlutans felist í því að vita í raun ekki hvað þeir samþykktu og koma óundirbúnir í almenna umræðu um kosti og galla sniðgöngu. „Þeim virtist koma algjörlega í opna skjöldu þessi miklu viðbrögð við tillögunni bæði innanlands og erlendis frá. Hefði tillagan hins vegar verið úthugsuð og rökstudd hefðu þeir auðvita jafnframt átt að standa við hana. Ekkert af þessu var raunin. Það sáu þeir reyndar sjálfir strax og drógu tillöguna til baka.“Vilja halda öllum góðum Hún segir augljóst að meirihlutinn hafi viljað halda öllum góðum með tillögu sinni um að draga samþykktina til baka en halda því þó opnu að vinna eigi málinu stuðning í samstarfi við höfuðborgir á Norðurlöndum og utanríkisráðuneytið. Þannig sé bæði verið að koma til móts við þá sem vilja taka afstöðu gegn Ísrael og þeirra sem óttast afleiðingar þessarar tillögu. „Hér er Dagur í klípu og það reynir á hann að halda öllu sínu liði saman. Ég get samt ekki séð að þetta verði til þess að hann hrökklist í burtu eins og minni hlutinn kallar eftir. Þetta kann þó að veikja hann eitthvað í eigin röðum.“Verið að slá ryki En í ljósi þessa að utanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að þessi tillaga sé ekki í samræmi við stefnu Íslands í utanríkismálum, eru þá einhverjar líkur á að málið muni fá framgöngu í borgarstjórn í náinni framtíð?„Mér finnst þetta lykta þannig að verið sé að slá ryk í augað á fólki sem er reitt yfir því að borgarstjórn hafi ekki meint neitt með þessari tillögu. Mér finnst meirihlutinn vera að búa til að nú sé verið að vinna með norrænum höfuðborgum og eitthvað sé að fara að gerast og svo bara vona að málið deyi. Það er allavega mín skoðun á þessu. En auðvitað munu stuðningsmenn Palestínu halda þessu máli lifandi. Þetta var komið á dagskrá fyrir ári síðan sagði Dagur en stoppaði á skrifborði lögfræðinga því þeir sáu ekki góða leið til að standa að þessu.“Að neðan má sjá tímalínu málsins frá því tillaga Bjarka var samþykkt og þar til hún var dregin til baka viku síðar. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
Þetta hefur sannarlega verið erfið vika fyrir meirihlutann í borginni. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær tvær tillögur um að draga til baka vikugamla samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Óhætt er að segja að fáar tillögur hafa valdið jafn miklum titringi en mikill hitafundur átti sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í gærkvöldi þar sem kallað var eftir afsögn borgarstjóra og hörð ummæli voru látin falla. Meðal annars dró Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram nasistasamlíkingu á fundinum sem hún hefur útskýrt frekar á Facebook-síðu sinni.Borgarstjórnarfundi er lokið. Ég varð fyrir vonbrigðum með það hvernig meirihlutinn hagaði málflutningi sínum. En svona...Posted by Áslaug Friðriksdóttir on Tuesday, September 22, 2015Tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur og var hún samþykkt á síðasta borgarstjórnarfundi Bjarkar sem borgarfulltrúa Samfylkingarinnar 15. september síðastliðinn. Tillagan sneri að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Tillagan hafði ekki verið útfærð frekar. Til að mynda kom ekki fram hversu víðtæk hún yrði og var innkaupadeild Reykjavíkurborgar falið að útfæra sniðgönguna ásamt lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Sjá einnig: Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar Degi eftir að tillagan hafði verið samþykkt í borgarstjórn benti Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður á að ákvörðunin væri ekki í samræmi við gildandi lög. Sagði hann Reykjavíkurborg ekki hafa heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. Fljótlega fóru að heyrast mikil andmæli frá Ísraelsmönnum, meðal annarra Emmanuel Nachson, embættismanni ísraelska utanríkisráðuneytisins. Föstudaginn 18. september viðurkenndi Dagur að borgarstjórn hefði gert mistök með því að samþykkja tillöguna svo lítt útfærða. Síðar sagði Dagur að það hefðu verið mistök að stilla málinu upp sem kveðjugjöf til Bjarkar Vilhelmsdóttur.Sjá einnig: Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöfUtanríkisráðuneytið áréttaði að ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og væri ekki til marks um tengsl Íslands við Ísrael.Hér fyrir neðan má sjá viðtal Harmageddon við borgarstjórann vegna málsins mánudaginn 21. september.Tíðindamikill laugardagur Laugardaginn 19. september dró heldur betur til tíðinda í málinu. Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann gagnrýndi ákvörðun borgarstjórnarinnar og spurði meðal annars hvort sniðganga borgarinnar myndi ná til lyfja fyrir MS-sjúklinga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri steig svo fram síðar sama dag og greindi frá því að borgarstjórn myndi draga tillöguna til baka. Á þeim tíma var ekki vitað að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion-banka, hefði áframsent bréf á borgarstjórann frá fjárfestinum Eggerti Dagbjartssyni. Í bréfinu segir Eggert að margir þeirra aðila sem beri ábyrgð á góðu gengi byggingu hótels við Hörpu séu bandarískir gyðingar og séu sem slíkir líklegir til þess að styðja Ísraelsríki. Eggert nefnir fjárfestana Ian Schrager og Dick Friedman sem dæmi og segist vona að tillagan verði dregin til baka áður en þeir frétti af henni. „Ef það er eitthvað sem þú getur gert til að hafa áhrif á málið og fá þetta dregið til baka, ætti það að vera gert eins fljótt og hægt er,“ skrifar Eggert í bréfinu. Höskuldur sendi bréf Eggerts í heild sinni til borgarstjóra og skrifar með því að málið sé „ákaflega óheppilegt“ og segist telja að sambærilegar athugasemdir muni berast bankanum vegna annarra verkefna.Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company, sem hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum, ætlar að byggja hótelið á Hörpureitnum með aðkomu fleiri fjárfesta. Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Sjá einnig: Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í ÍsraelsmálinuSama dag kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram í fréttum þar sem hann sagði þessa samþykkt borgarstjórnar hafa mikil áhrif og að hann vissi um stór verkefni sem geti verið í hættu vegna hennar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við forsætisráðherrann í þættinum Eyjunni þar sem hann tjáir sig um málið.DV sló því síðan upp á forsíðu sinni í gær að samþykkt borgarstjórnar ógnaði byggingu hótels við Hörpureitinn og hafði það eftir heimilldarmönnum sínum. RÚV greindi síðar frá bréfinu sem Höskuldur bankastjóri áframsendi til borgarstjórans frá fjárfestinum Eggerti. Bréfið var síðan gert opinbert og var eitt af aðalumfjöllunarefnum aukafundar borgarstjórnar í gærkvöldi þar sem tillagan var rædd og að lokum dregin til baka.Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram.Vísir/VilhelmSamþykktar voru tvær samhljóða tillögur, annars vegar tillaga meirihlutans, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, og tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Í tillögu meirihlutans kom fram að tillagan yrði dregin til baka en í greinargerð sem fylgdi með henni er kveðið á um að áður en teknar verða ákvarðanir um næstu skref skal leita frekari ráðgjafar Kaupmannahafnar og annarra höfuðborga Norðurlanda. Jafnframt skal hafa samráð við utanríkisráðuneytið. Tillaga minnihlutans fólst í því að lágmarka þann skaða sem samþykkt meirihluta borgarstjórnar hefur haft í för með sér fyrir orðspor og viðskipti Íslands við önnur lönd.Margir hafa lýst skoðunum sínum á málinu sem verður að teljast afar eldfimt. Til að mynda Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Á Facebook-síðu sinni Hún benti á að verðmæti útflutnings Íslands til Ísraels í júlí á þessu ári hefði numið 12,6 milljónum króna. Heildarverðmæti útflutnings Íslands í þeim mánuði hefði numið 51,9 milljörðum og því nam útflutningur Íslands til Ísraels 0,02 prósentu af heildarverðmætinu í júlí. Meðlimir minnihlutans kölluðu eftir því á aukafundinum í gær að lagt yrði mat á þann skaða sem hefði hlotist af þessari tillögu og tekur Líf Magneudóttir undir þá tillögu. „Ég vil í alvöru vita hver hann er af þessari tillögu sem aldrei kom til framkvæmda. Og svo spyr maður sig ... fjárhagslegt tjón? Hvað er það þegar við setjum það í samhengi við mannréttindi og ójöfnuð heimsins?“Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson benti á að borgarstjórn Leicester í Bretlandi hefði samþykkt viðskiptabann í fyrra þar sem skýrt var tekið fram að það beindist gegn hernámssvæðum Ísraela. Stefán segir þá tillögu hafa verið úthrópaða á sama hátt fyrir gyðingahatur af ákveðnum öflum. „Menn eiga ekki að blekkja sig á því að viðbrögðin hér hefðu orðið á nokkurn hátt önnur þótt texti tillögunnar hefði verið slípaður til.“Þá segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Stundarinnar, versta lærdóminn af þessu máli vera þann að meirihluti Reykjavíkurborgar lét undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og endurskoðaði ákvörðun sem meirihlutinn virtist hafa tekið í góðri trú út frá ákveðnum prinsippi.Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingurVísirEkkert sem bendir til þess að Dagur víkiÞetta hefur því sannarlega verið erfið vika fyrir borgarstjórann og meirihlutann. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir þó að allt tal um að boða eigi til kosninga og kjósa upp á nýtt sé út í loftið. „Í lögum er ekki gert ráð fyrir sveitarstjórnarkosningum nema á fjögurra ára fresti. Þannig að það er auðvitað ekki í myndinni að kjósa upp á nýtt núna,“ segir Stefanía. Hún segir heldur ekkert benda til þess meirihlutinn í borginni komi sér saman um að víkja borgarstjóranum frá og fá einhvern annan í hans stað. „Andstæðingar hans í pólitík reyna auðvita að gera sér mat úr þeirri staðreynd að meirihlutinn undir stjórn Dags virðist hafi skorað sjálfsmark í þessu máli. Slíkt er klassískt viðbragð í samkeppni flokkanna um fylgi og völd.“Dagur í ákveðinni klípu Þegar Stefanía er spurð hvort hún telji að Dagur hafi veikt pólitíska stöðu sína segir hún að Dagur sé í ákveðinni klípu. „Með því að viðurkenna mistök og draga tillögu um sniðgöngu til baka veldur hann áköfum stuðningsmönnum Palestínu greinilega vonbrigðum. Á þeim er að heyra að það sé algjör undirlægjuháttur að lúffa fyrir þeim sem vilja fara varlega í að styggja gyðinga og Ísrael. En á móti kemur að margir aðrir kunna vel að meta að hann viðurkenni mistök og dragi tillöguna til baka.“ Hún segir að mistök meirihlutans felist í því að vita í raun ekki hvað þeir samþykktu og koma óundirbúnir í almenna umræðu um kosti og galla sniðgöngu. „Þeim virtist koma algjörlega í opna skjöldu þessi miklu viðbrögð við tillögunni bæði innanlands og erlendis frá. Hefði tillagan hins vegar verið úthugsuð og rökstudd hefðu þeir auðvita jafnframt átt að standa við hana. Ekkert af þessu var raunin. Það sáu þeir reyndar sjálfir strax og drógu tillöguna til baka.“Vilja halda öllum góðum Hún segir augljóst að meirihlutinn hafi viljað halda öllum góðum með tillögu sinni um að draga samþykktina til baka en halda því þó opnu að vinna eigi málinu stuðning í samstarfi við höfuðborgir á Norðurlöndum og utanríkisráðuneytið. Þannig sé bæði verið að koma til móts við þá sem vilja taka afstöðu gegn Ísrael og þeirra sem óttast afleiðingar þessarar tillögu. „Hér er Dagur í klípu og það reynir á hann að halda öllu sínu liði saman. Ég get samt ekki séð að þetta verði til þess að hann hrökklist í burtu eins og minni hlutinn kallar eftir. Þetta kann þó að veikja hann eitthvað í eigin röðum.“Verið að slá ryki En í ljósi þessa að utanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að þessi tillaga sé ekki í samræmi við stefnu Íslands í utanríkismálum, eru þá einhverjar líkur á að málið muni fá framgöngu í borgarstjórn í náinni framtíð?„Mér finnst þetta lykta þannig að verið sé að slá ryk í augað á fólki sem er reitt yfir því að borgarstjórn hafi ekki meint neitt með þessari tillögu. Mér finnst meirihlutinn vera að búa til að nú sé verið að vinna með norrænum höfuðborgum og eitthvað sé að fara að gerast og svo bara vona að málið deyi. Það er allavega mín skoðun á þessu. En auðvitað munu stuðningsmenn Palestínu halda þessu máli lifandi. Þetta var komið á dagskrá fyrir ári síðan sagði Dagur en stoppaði á skrifborði lögfræðinga því þeir sáu ekki góða leið til að standa að þessu.“Að neðan má sjá tímalínu málsins frá því tillaga Bjarka var samþykkt og þar til hún var dregin til baka viku síðar.