Innlent

Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Á Landspítalanum yrði sértækum aðgerðum beitt verði af verkfalli. Þar var farið yfir stöðu mála á fjölmennum fundi í dag.
Á Landspítalanum yrði sértækum aðgerðum beitt verði af verkfalli. Þar var farið yfir stöðu mála á fjölmennum fundi í dag. MYND/SFR
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir SFR hófust í dag en félagsmenn kjósa um hvort farið verði í allsherjarverkfall sem áætlað er að byrji 15. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslan stendur til 29. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR.

Hljóðið í félagsmönnum er afar þungt eftir árangurslitlar kjarasamningsviðræður undanfarinna mánaða en félagið er í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna um kjarasamningsviðræður. Auk allsherjarverkfalls munu verða skipulagðar sértækar aðgerðir á nokkrum stofnunum.

Verði af verkfallinu mun það hafa víðtæk áhrif á nær alla vinnustaði ríksisins. Í þeim hópi má nefna Landspítalann, sýslumannsembættin, heilsugæslu, tollstjóra, Áfengis- og tóbaksverslun ríksisins, Vinnumálastofnun, Háskóla Íslands og svo mætti lengi telja. 


Tengdar fréttir

Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins

Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×