Hólmfríður: Væri ekki með mikinn metnað ef ég vildi ekki byrja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 13:00 Hólmfríður leikur væntanlega sinn 99. landsleik í kvöld. vísir/getty Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30