Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira