Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 19:59 Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Vísir/Anton Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02