Volkswagen-skandallinn: 3.647 bílar hér á landi með EA189 vélina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. september 2015 18:27 Málið þykir hið neyðarlegasta fyrir Volkswagen. vísir/epa 3.647 bílar eru á Íslandi með dísilvélar af gerðinni EA189 en það eru vélarnar sem ræðir um í Volkswagen málinu svokallaða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heklu, umboðsaðila Volskwagen á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Volkswagen er um að ræða 1.854 bíla af gerðinni Skoda, 1.129 fólksbíla frá Volkswagen og 348 atvinnubíla frá sama fyrirtæki. Þá eru hér 316 Audi-ar með vélina innanborðs. Eins og fram hefur komið vinnur Volkswagen Group að því að leysa vandamál við tiltekinn hugbúnað sem notaður er í ákveðnum dísilvélum frá fyrirtækinu, nánar tiltekið af gerðinni EA 189. Rétt er að ítreka að öll ökutæki sem þetta snertir eru fullkomlega örugg til aksturs. Málið varðar eingöngu þær mengandi lofttegundir sem losaðar eru. Volkswagen Group leggur allt kapp á að finna lausn á málinu og hefur kynnt aðgerðaráætlun sem felur í sér að Volkswagen og önnur merki samstæðunnar munu í október birta yfirvöldum tæknilegar lausnir og framkvæmd þeirra og leita samþykkis á þeim fyrir viðkomandi bílgerðir. Þegar þýsk yfirvöld hafa samþykkt tæknilegu lausnirnar munu þær verða útbúnar til innleiðingar innan alls EES svæðisins. Í kjölfarið verður haft samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið snertir og hann upplýstur um hvernig hægt sé að bæta losunarbúnað bílsins. Volkswagen Group hefur lýst yfir fullri ábyrgð á þeim tæknilegu lagfæringum sem grípa þarf til og þeim kostnaði sem af hlýst. Hekla hefur útbúið lista með spurningum og svörum sem liggja fyrir á þessari stundu en hann er hægt að nálgast með að smella hér. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stjórnarmaður í VW vill að fólk verði dregið persónulega til ábyrgðar Lies segir að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins. 30. september 2015 07:36 Wolfsburg gæti lent í fjárhagsvandræðum vegna skandalsins hjá Volkswagen Bílaframleiðandinn á þýska 1. deildar liðið sem Manchester United mætir í Meistaradeildinni á morgun. 29. september 2015 15:00 Evrópubankinn hættur að kaupa skuldabréf Volkswagen Volkswagen mun líklega eiga í enn meiri erfiðuleikum en áður með að borga skuldir sínar. 30. september 2015 16:19 Porsche ræður nýjan forstjóra Oliver Blume er aðeins 47 ára og var framleiðslustjóri Porsche. 30. september 2015 13:55 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
3.647 bílar eru á Íslandi með dísilvélar af gerðinni EA189 en það eru vélarnar sem ræðir um í Volkswagen málinu svokallaða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heklu, umboðsaðila Volskwagen á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Volkswagen er um að ræða 1.854 bíla af gerðinni Skoda, 1.129 fólksbíla frá Volkswagen og 348 atvinnubíla frá sama fyrirtæki. Þá eru hér 316 Audi-ar með vélina innanborðs. Eins og fram hefur komið vinnur Volkswagen Group að því að leysa vandamál við tiltekinn hugbúnað sem notaður er í ákveðnum dísilvélum frá fyrirtækinu, nánar tiltekið af gerðinni EA 189. Rétt er að ítreka að öll ökutæki sem þetta snertir eru fullkomlega örugg til aksturs. Málið varðar eingöngu þær mengandi lofttegundir sem losaðar eru. Volkswagen Group leggur allt kapp á að finna lausn á málinu og hefur kynnt aðgerðaráætlun sem felur í sér að Volkswagen og önnur merki samstæðunnar munu í október birta yfirvöldum tæknilegar lausnir og framkvæmd þeirra og leita samþykkis á þeim fyrir viðkomandi bílgerðir. Þegar þýsk yfirvöld hafa samþykkt tæknilegu lausnirnar munu þær verða útbúnar til innleiðingar innan alls EES svæðisins. Í kjölfarið verður haft samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið snertir og hann upplýstur um hvernig hægt sé að bæta losunarbúnað bílsins. Volkswagen Group hefur lýst yfir fullri ábyrgð á þeim tæknilegu lagfæringum sem grípa þarf til og þeim kostnaði sem af hlýst. Hekla hefur útbúið lista með spurningum og svörum sem liggja fyrir á þessari stundu en hann er hægt að nálgast með að smella hér.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stjórnarmaður í VW vill að fólk verði dregið persónulega til ábyrgðar Lies segir að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins. 30. september 2015 07:36 Wolfsburg gæti lent í fjárhagsvandræðum vegna skandalsins hjá Volkswagen Bílaframleiðandinn á þýska 1. deildar liðið sem Manchester United mætir í Meistaradeildinni á morgun. 29. september 2015 15:00 Evrópubankinn hættur að kaupa skuldabréf Volkswagen Volkswagen mun líklega eiga í enn meiri erfiðuleikum en áður með að borga skuldir sínar. 30. september 2015 16:19 Porsche ræður nýjan forstjóra Oliver Blume er aðeins 47 ára og var framleiðslustjóri Porsche. 30. september 2015 13:55 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Stjórnarmaður í VW vill að fólk verði dregið persónulega til ábyrgðar Lies segir að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins. 30. september 2015 07:36
Wolfsburg gæti lent í fjárhagsvandræðum vegna skandalsins hjá Volkswagen Bílaframleiðandinn á þýska 1. deildar liðið sem Manchester United mætir í Meistaradeildinni á morgun. 29. september 2015 15:00
Evrópubankinn hættur að kaupa skuldabréf Volkswagen Volkswagen mun líklega eiga í enn meiri erfiðuleikum en áður með að borga skuldir sínar. 30. september 2015 16:19
Porsche ræður nýjan forstjóra Oliver Blume er aðeins 47 ára og var framleiðslustjóri Porsche. 30. september 2015 13:55