Náfölnaði þegar sérsveitarmaðurinn birtist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 10:37 Handtakan fór fram við Hótel Frón í Reykjavík. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14