Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið sunna karen sigurþo´rsdóttir skrifar 9. október 2015 12:52 „Ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32