Valentino Rossi á eigin æfingabraut Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 11:04 Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er. Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er.
Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent