ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2015 10:30 Vígamenn Íslamska ríkisins hafa hernumið nokkur þorp í Sýrlandi, norður af borginni Aleppo. Íranskur hershöfðingi var felldur í skyndisókn vígamanna gegn uppreisnarhópum í landinu. Ríkisrekinn fjölmiðill Íran segir að hershöfðinginn Hossein Hamedani hafi verið felldur af vígamönnum við jaðar Aleppo. Á meðan stjórnarherinn og Rússar herja gegn uppreisnarhópunum á sunnanverðu yfirráðasvæði þeirra með loftárásum og nú landhernaði, gerðu vígamenn ISIS skyndisókn í norðri nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands.Hershöfðinginn Hossein Hamedani, leiðtogi Byltingarvarðar Íran.Vísir/AFPHamedani, leiddi hina svokölluðu Byltingarverði Íran, sem er stærsta og öflugasta herdeild landsins. Hann er sagður hafa verið í Aleppo sem ráðgjafi. Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hernaðaraðgerðir þeirra í Sýrlandi beinist að mestu gegn Íslamska ríkinu, en vesturveldin og greiningaraðilar segja árásir Rússa beinast gegn uppreisnarmönnum í norðvesturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið er sagt hafa hernumið nokkur þorp en skyndisókn þeirra hófst í gærkvöldi. Þar ð auki tóku vígamenn herstöð sem uppreisnarmenn höfðu tekið af stjórnarhernum fyrir um tveimur árum. #MAP #SYRIA #Aleppo. Map of recent #IS gains in Aleppo's North. HD - http://t.co/bK9dHwZqoY pic.twitter.com/TirAk1TmxV— IUCA (@IUCAnalysts) October 9, 2015 Hamedani er hæst setti íranski hermaðurinn sem fellur í Sýrlandi, en fyrr á árinu lést hershöfðinginn Mohammad Ali Allahdadi í loftárás Ísrael í Sýrlandi gegn vígamönnum Hezbollah samtakanna frá Jórdaníu. Íran og Hezbollah hafa lengi stutt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hér má sjá grófa stöðu mála á svæðinu á gagnvirku korti. Sem samtökin Institute for United Conflict Analysts hafa búið til. Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa hernumið nokkur þorp í Sýrlandi, norður af borginni Aleppo. Íranskur hershöfðingi var felldur í skyndisókn vígamanna gegn uppreisnarhópum í landinu. Ríkisrekinn fjölmiðill Íran segir að hershöfðinginn Hossein Hamedani hafi verið felldur af vígamönnum við jaðar Aleppo. Á meðan stjórnarherinn og Rússar herja gegn uppreisnarhópunum á sunnanverðu yfirráðasvæði þeirra með loftárásum og nú landhernaði, gerðu vígamenn ISIS skyndisókn í norðri nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands.Hershöfðinginn Hossein Hamedani, leiðtogi Byltingarvarðar Íran.Vísir/AFPHamedani, leiddi hina svokölluðu Byltingarverði Íran, sem er stærsta og öflugasta herdeild landsins. Hann er sagður hafa verið í Aleppo sem ráðgjafi. Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hernaðaraðgerðir þeirra í Sýrlandi beinist að mestu gegn Íslamska ríkinu, en vesturveldin og greiningaraðilar segja árásir Rússa beinast gegn uppreisnarmönnum í norðvesturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið er sagt hafa hernumið nokkur þorp en skyndisókn þeirra hófst í gærkvöldi. Þar ð auki tóku vígamenn herstöð sem uppreisnarmenn höfðu tekið af stjórnarhernum fyrir um tveimur árum. #MAP #SYRIA #Aleppo. Map of recent #IS gains in Aleppo's North. HD - http://t.co/bK9dHwZqoY pic.twitter.com/TirAk1TmxV— IUCA (@IUCAnalysts) October 9, 2015 Hamedani er hæst setti íranski hermaðurinn sem fellur í Sýrlandi, en fyrr á árinu lést hershöfðinginn Mohammad Ali Allahdadi í loftárás Ísrael í Sýrlandi gegn vígamönnum Hezbollah samtakanna frá Jórdaníu. Íran og Hezbollah hafa lengi stutt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hér má sjá grófa stöðu mála á svæðinu á gagnvirku korti. Sem samtökin Institute for United Conflict Analysts hafa búið til.
Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira