Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 13:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin. Vísir/Getty Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14