Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2015 12:18 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47