Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2015 12:18 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47