Markmiðið að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. október 2015 09:30 Bjarni Lárus Hall bregður sér í skemmtilegt dulargervi í þáttunum 3rd Degree en þar minnir hann helst á einkaspæjara, sem reynir að leysa hinar ýmsu ráðgátur tengdar listamönnunum. Vísir/Pjetur Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi. Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi.
Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira