Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 15:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35