Erlent

Komu í veg fyrir sölu geislavirka efna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjórir glæpahópar sem hugðust selja öfgahreyfingum í Miðausturlöndum efnin stöðvaðir.
Fjórir glæpahópar sem hugðust selja öfgahreyfingum í Miðausturlöndum efnin stöðvaðir. vísir/epa
Lögreglan í Moldóvu, í samstarfi við bandarísku alríkislögregluna FBI, hefur í fjórgang komið í veg fyrir sölu geislavirkra efna til Miðausturlanda á undanförnum fimm árum.

Hún er sögð hafa stöðvað fjóra glæpahópa sem hugðust selja efnin til uppreisnarmanna. Nú síðast í febrúar var leynifulltrúum lögreglu boðið mikið magn af geislavirku sesíni, en lögregla telur að stór hluti þessara efna komi frá Rússlandi.

Þá telja yfirvöld að stirt samband milli Rússlans og Vesturveldanna geri það að verkum að erfiðara sé að fylgjast með sölu á slíkum efnum.  Yfirmaður í moldóvsku lögreglunni segir að sökum þess megi búast við að málum sem þessum muni fjölga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×