Innlent

SFR segir stöðu samninga undir frostmarki

Bjarki Ármannsson skrifar
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Vísir/Pjetur
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna við samninganefnd ríkisins lauk fyrir stuttu og hefur ekki verið boðað til næsta fundar í deilunni. Allsherjarverkfall skellur á hjá félagsmönnum SFR og Sjúkraliðafélagsins þann 15. október næstkomandi ef ekki semst fyrir þann tíma.

Í tilkynningu frá SFR segir að enn beri mikið á milli aðila og að hafist sé handa við að undirbúa verkföll af fullum krafti. Staða samninga sé „undir frostmarki“ og að skýr skilaboð séu af hálfu fjármálaráðherra að félagsmenn SFR og Sjúkraliðafélagsins eigi ekki að njóta sambærilegra launahækkana og aðrar stéttir innan hins opinbera.


Tengdar fréttir

Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn

Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé.

Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf

Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×