Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. október 2015 07:00 Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. vísir/gva Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira