Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2015 13:11 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. Kjarasamningar sjúkraliða, SFR-félaga hjá ríkinu og lögreglumanna hafa verið lausir síðan í maí. Kjaradeila þeirra og ríkisins var komin á borð ríkissáttasemjara í júní en lítið hefur þokast í samkomulagsátt síðan þá. Sjúkraliðar og SFR-félagar hafa því boðað til verkfalls sem hefst um miðja næst viku ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Alls taka á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna þátt í verkfallsaðgerðunum sem munu hafa hvað mest áhrif á Landspítalanum og hjá sýslumannsembættunum. Eftir vikuhlé hafa samninganefndirnar nú verið boðaðar aftur á fund í Karphúsinu. „Það er búið að boða fund. Hann er á morgun klukkan tvö og þá höfum við að vísu ekki fundað síðastliðna viku,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Árni vonast til að eitthvað nýtt komi fram á fundinum á morgun sem geti leitt til þess að nýjir samningar takist. „Ég bind töluverðar vonir við þennan fund, svona ég á von á því að við séum að setjast niður og virkilega fara að taka á þessu verkefni,“ segir Árni Hann segir undirbúning fyrir verkfallsaðgerðirnar langt kominn. „Við erum svona nokkur veginn að verða tilbúin með hvernig við ætlum að fara í þetta allt saman. Svo að við munum vera alveg klár þegar kemur að verkfallinu með allt sem þarf að vera tilbúið,“ segir Árni. Verkfall 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. Kjarasamningar sjúkraliða, SFR-félaga hjá ríkinu og lögreglumanna hafa verið lausir síðan í maí. Kjaradeila þeirra og ríkisins var komin á borð ríkissáttasemjara í júní en lítið hefur þokast í samkomulagsátt síðan þá. Sjúkraliðar og SFR-félagar hafa því boðað til verkfalls sem hefst um miðja næst viku ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Alls taka á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna þátt í verkfallsaðgerðunum sem munu hafa hvað mest áhrif á Landspítalanum og hjá sýslumannsembættunum. Eftir vikuhlé hafa samninganefndirnar nú verið boðaðar aftur á fund í Karphúsinu. „Það er búið að boða fund. Hann er á morgun klukkan tvö og þá höfum við að vísu ekki fundað síðastliðna viku,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Árni vonast til að eitthvað nýtt komi fram á fundinum á morgun sem geti leitt til þess að nýjir samningar takist. „Ég bind töluverðar vonir við þennan fund, svona ég á von á því að við séum að setjast niður og virkilega fara að taka á þessu verkefni,“ segir Árni Hann segir undirbúning fyrir verkfallsaðgerðirnar langt kominn. „Við erum svona nokkur veginn að verða tilbúin með hvernig við ætlum að fara í þetta allt saman. Svo að við munum vera alveg klár þegar kemur að verkfallinu með allt sem þarf að vera tilbúið,“ segir Árni.
Verkfall 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira