Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. október 2015 07:00 Ágústa Eva Erlendsdóttir verður einn af fjórum dómurum í Ísland Got Talent. Vísir/Valli Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30